Veiðikortið 2022
42 veidikortid.is Staðsetning: Kleifarvatn er á Reykjanesskaga, staðsett á milli Sveifluhálsar og Vatnshlíðar. Upplýsingar um vatnið: Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 8 km 2 að stærð og 136 m hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpi í vatninu er um 90 m á móts við Syðri- Stapa. Meðaldýpi í vatninu er um 29 m. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar er með veiðiréttinn. Kleifarvatn er frægt fyrir stórfiska og mælingar sýna mikið af fiski í vatninu, einnig hafa kafarar séð mikið af vænum fiski þar. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur hafið ræktunarátak í vatninu og sumarið 2006 var sleppt um 10.000 ársgömlum urriðaseiðum í vatnið. Sleppingum verður haldið áfram næstu ár auk þess sem slóðar í kringum vatnið hafa verið lagfærðir. Leiðarlýsing: Fjarlægð er um 35 km frá Reykjavík. Auðvelt er að komast að vatninu, en aka þarf Krísuvíkurleið og liggur vatnið meðfram þjóðveginum. Veiðisvæðið: Veiði er heimil í öllu vatninu. Gisting: Engin gistiaðstaða er við vatnið og bannað að tjalda þar. Veiði: Í vatninu eru bæði bleikja og urriði. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Önnur beita er bönnuð. Besti veiðitíminn: Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn. Reglur: Handhöfum Veiðikortsins ber að vera með kortið og skilríki á sér og tilbúnir að sýna það veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Óskað er eftir að því að veidimenn skrái afla á veidikortid.is/veidiskraning þar sem einnig er hægt að senda inn mynd. Veiðivarsla: Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar S: 565-4020 eða svh@svh.is Kleifarvatn 15.apríl- 30. sept 24/7 -á Reykjanesi Bátaumferð á vatninu er bönnuð. 63° 55,555’N, 21° 59,425’W Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar hefur staðið fyrir umfangsmiklum merkingum í vatnakerfinu í rannsóknaskyni. Því er óskað eftir því að veiðimenn sendi Laxfiskum upplýsingar um merkta fiska sem veiðast samkvæmt leiðbeiningum þar um (johannes@laxfiskar.is / sími 664- 7080). REYKJAVIK 35 KM Stök leyfi til sölu á vefverslun.veidikortid.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=