Veiðikortið 2022
36 veidikortid.is Staðsetning: Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Leiðarlýsing: Um 180 km fjarlægð frá Reykjavík. Ekið í átt að Grundarfirði yfir Vatnaleið. Upplýsingar um vatnið: Hraunsfjörður er skemmtilegt veiði svæði. Um er að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Svæðið er víðáttumikið og mikið af silungi. Veiðisvæðið: Heimilt er að veiða í lóninu fyrir innan stíflu. Veiði fyrir neðan stíflu er bönnuð með öllu. Bannað er að veiða í stífluopinu og að standa á steinsteypta kantinum og kasta þaðan. Samkvæmt veiðireglum má ekki veiða nær stíflu en 20 m. en athugið þó að ekki má veiða nær stíflu en 100 m að vestanverðu, þar sem nyrsti hluti vesturbakkans er í eigu Berserkseyrar og tilheyrir ekki veiðisvæðinu. Gisting: Við vatnið er góð aðstaða fyrir tjöld og húsbíla, en tekið skal fram að ekki er skipulagt tjaldsvæði á svæðinu né hreinlætisaðstaða. Þá er farinn slóði vestan megin við vatnið, sem nær inn að botni fjarðarins. Einnig er bent á bændagistingu í Eyrarsveit og gistimöguleika í Grundarfirði og Stykkishólmi. Veiði: Í vatninu er aðallega silungur, bleikja og urriði. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn: Mjög góð veiði er í júlí og ágúst. Góð sjóbleikjuveiði er oft í apríl og maí. Fiskurinn er mikið í flugu á vorin, en síðsumars gengur bleikjan inn undir botn og er gjarna við ósa lækjanna sem falla í vatnið, sér í lagi á heitum dögum. Veiði dreifist nokkuð jafnt yfir sumarið, en óneitanlega er meiri von á laxi og sjóbirtingi þegar komið er fram í ágúst. Reglur: Vinsamlegast gangið vel um svæðið og ekki skilja eftir rusl. Stranglega bannað er að aka utan vega. Ekki er heimilt að aka ófæran veg sem liggur austan megin í dalnum sem og í hraunkantinum inn að vatninu. Öll veiði úr bátum er bönnuð korthöfum Veiðikortsins. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga til veiða af hófsemi. Veiðivörður: Veiðivörður er Tryggvi Gunnarsson, S: 893-0000. Veiðieftirlitsmaður er Bjarni Júlíusson, S: 693-0461 Hraunsfjörður 1. apríl - 30. sept 7:00 - 23:00 64° 56,805’N, 23° 0,921’W REYKJAVIK 180 KM STYKKISHÓLMUR 15 KM Stök leyfi til sölu á vefverslun.veidikortid.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=