Veiðikortið 2022
32 veidikortid.is Staðsetning: Hólmavatn er á Hólmavatnsheiði, norður af bænum Sólheimum í Laxárdal. Leiðarlýsing: Vatnið er um 180 km frá Reykjavík, eða um 30 km frá Búðardal. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan. Rétt áður en komið er að Laxá í Dölum er beygt upp Laxárdal á þjóðvegi 59 og ekið áleiðis 24,8 km að bænum Sólheimum. Þaðan er um 5 km vegur upp á heiði, en hann er ekki greiðfær fólksbílum, þó að hægt sé að aka þar á vel útbúnum og háum fjórhjóladrifsbílum. Jepplingar og jeppar henta þar að sjálfsögðu best. Upplýsingar um vatnið: Hólmavatn er um 1 km 2 að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Veiðisvæðið: Veiða má fyrir landi Sólheima, eða frá útfalli austur fyrir vatnið og norður að þeim punkti þar sem Reiðgötuvatn liggur að vatninu – sjá bláa línu á korti. Veiði í Gullhamarsvatni og Selvötnum fylgja með. Gullhamarsvatn er fyrir norðan Hólmavatn og fyrir austan Gullhamar sem er við vatnið. Selvötnin eru fyrir austan Hólmavatn og austan Selhólana en Sellækurinn rennur á milli Hólmavatns og Selvatna. Þessi vötn eru í stuttu göngufæri frá Hólmavatni. Gisting: Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið, en þar er þó enga hreinlætisaðstöðu að finna. Veiði: Góð veiði er í vatninu. Bæði má finna urriða og bleikju í vatninu, þó að bleikjan sé á undanhaldi. Daglegur veiðitími: Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds. Skráning inn á svæðið þarf að vera á milli 7:00 og 22:00. Tímabil: Veiðitímabil hefst ekki fyrr en um miðjan júní, eða þegar vegurinn að vatninu verður fær, og fram til 30. september. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Stranglega bannað er að leggja net. Besti veiðitíminn: Góð veiði er allt sumarið. Reglur: Veiðimenn verða að skrá sig við komu á bænum Sólheimum áður en haldið er til veiða, en sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Einnig fá veiðimenn veiðiskýrslu, sem þarf að skila útfylltri Hólmavatn í landi Sólheima Íslaust - 30. sept 7:00- 24:00 65° 14,475’N, 21° 22,921’W 4X4 REYKJAVIK 180 KM BÚÐARDALUR 30 KM JEPPAVEGUR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=