Veiðikortið 2022
28 veidikortid.is Staðsetning: Haukadalsvatn er í Haukadal, skammt frá Búðardal. Leiðarlýsing: Ekið er um Bröttubrekku og þaðan upp þjóðveg 587, rétt áður en komið er að Haukadalsá. Fjarlægð frá Reykjavík er um 140 km, eftir þessari leið. Búðardalur er í næsta nágrenni. Upplýsingar um vatnið: Vatnið er í 37 m hæð yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 40 m. Stærð vatnsins er 3,2 km 2 . Besta veiðin fæst jafnan þar sem lækir renna í vatnið. Veiðisvæðið: Aðeins er heimilt að veiða í landi Vatns. Ekki má veiði innan við 100 metra frá ós. Veiðisvæðið nær þaðan og allt að gilinu. Veiðimörk eru merkt. Gisting: Handhafar Veiðikortsins geta tjaldað endurgjaldslaust við vatnið í samráði við landeiganda og á eigin ábyrgð. Veiði: Í vatninu er mest um sjóbleikju, sem gengur upp í gegnum Haukadalsá. Töluvert af laxi gengur upp í vatnið, en hann veiðist jafnan ekki á stöng. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn: Haukadalsvatn er síðsumarsvatn og því er besti veiðitíminn frá miðjum júlí og fram í septemberlok. Annað: Í Haukadal eru söguslóðir Eiríks rauða, og má þar finna Eiríksstaði, en bærinn er landnámsbær og byggður að tilgátu af bæ Eiríks rauða, og fæðingarstaður Leifs heppna. Þar geta gestir skyggnst inn í lífshætti landnámsaldar með vandaðri og líflegri leiðsögn. Starfsfólk í víkingaklæðum sinnir margvíslegri búsýslu og segir sögur frá fyrri tímum. Sjá nánar á www.leif.is eða í S: 434-1118. Reglur: Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Korthafar skulu skrá sig hjá landeigenda, Sigurði Jökulssyni að Vatni, og jafnframt sýna Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiðivörður á staðnum: Sigurður Jökulsson að Vatni, S: 434-1350 eða 661-0434. Haukadalsvatn -í landi Vatns 1. maí - 30. sept 7:00- 24:00 65° 3,351’N, 21° 37,842’W Kristján Friðriksson - www.fos.is REYKJAVIK 140 KM BÚÐARDALUR 10 KM instagram.com/veidikortid
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=