Veiðikortið 2022

23 ENGLISH Frostastaðavatn is located at Landmannaafréttur in the central highlands and is the largest lake in the cluster of lakes located to the south of Tungnaá. See direction to Frostastadavatn online and GPS on the right banner Mostly char. Please don´t catch and reliease since there are to many fish in the lake. Accommodation available at landmannahellir.is and afangagil.is 4x4 vehicle needed to access. Fishing permit to other lakes in the area available at landmannahellir.is for about ISK 3.500.- Please read full information on our webpage veidikortid.is for details. The lake and surroundings is a Nature Reserve so please enjoy it accordingly. Hægt er að sjá veiðiferð í vatnið í þættinum Veiðikofinn Fjallableikja í Sarpinum hjá RÚV Agn:  Heimilt að nota agn, lifandi eða dautt, sem fiskurinn eltir og tekur. Aldrei má nota nema eitt agn við hverja stöng. Við veiði má aldrei nota krækjur eða neitt annað sem festist í fiski að honum óvörum og án þess að hann elti það. Litlar púpur og straumflugur gefa jafnan góða veiði og fyrir þá sem veiða á kaststöng þá er iðulega betra að nota flot og flugu heldur en annað agn. Besti veiðitíminn: Það er mikið af fiski í vatninu og virðist ekki skipta mála hvaða tíma dags er veitt en almennt veiði best á morgnana og kvöldin Reglur: Veiðimenn skrá sig til veiða í Landmannahelli þar sem þeir fá veiðileyfi með veiðiskýrslu til útfyllingar. Skila ber skýrslunni í Landsmannahelli eða í merktan póstkassa við gatnamótin á Dómadalsleið og Hrauneyjaleið við Tjörfafell. Einnig má taka mynd af veiðiskýrslu og senda á info@ landmannahellir.is . Veiða skal frá landi og eru hólmar friðaðir. Börn yngri en 14 ára veiða frítt með korthafa. Brot á veiðireglum fellur niður veiðirétt samstundis og eiga menn jafnvel á hættu að missa veiðitæki sín og afla, samvæmt heimild í lögum um lax- og silungsveiði. Óheimilt er að gera að fiski við vötnin en bent á aðgerðaborð við Landmannahelli. Skotvopn eru stranglega bönnuð á svæðinu. Fuglar eru friðaðir. Akstur utan vega er bannaður og innan Friðlandsins að Fjallabaki er aðeins heimilt að tjalda á mektum tjaldstæðum. Veiðitölur má sjá á www. veidivotn.is Óheimilt er að aka utan vega. Notkun báta er aðeins leyfð við netaveiði og fiskirannsóknir. Vegna fiskirannsókna á vatnasvæðinu eru veiðimenn beðnir að gæta að hvort veiddir fiskar séu merktir með plastmerki í baki. Þá fiska þarf að mæla lengd og þyngd, skrá númer merkis og tilgreina veiðistað og skila til veiðivarða við Landmannahelli. Veiðivörður: Landverðir sjá um veiðivörslu og bendum við á Landmannahelli. Vegna grisjunarátaks í vatninu er óæskilegt að sleppa aftur veiddum bleikjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=