Veiðikortið 2022

22 veidikortid.is Staðsetning: Frostastaðvatn er í Landmannaafrétt á miðhálendinu og er það stærsta vatnið í vatnaklasanum sem er kenndur við vötnin sunnan Tungnaár Leiðarlýsing: Ekið er inn á Landveg (26) af þjóðvegi 1 við Landvegamót og ekið sem leið liggur þangað til komið er að leið merktri Dómadalsleið (Landmannaleið). Fara þarf að Landmannahelli en þar þurfa veiðimenn að skrá sig og geta haldið þaðan í vatnið, sem er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Landmannahelli. Upplýsingar um vatnið: Vatnið er stærst af vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Það er í um 570 m. hæð yfir sjávarmáli og er um 2,5 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er rúmir 2 m. en meðaldýpi er um 1 m. Þessi leið er einungis fær fjórhjóladrifnum bifreiðum. Það þarf að aka yfir kvíslar á leiðinni. Veiðisvæðið:  Um er að ræða allt vatnið. Besta veiðin er í hrauninu en vinsælast er að veiða við bílastæðið. Mikill fiskur er í vatninu og því um að gera fyrir veiðimenn að prófa fleiri staði Gisting: Í Landmannahelli er rekin ferðaþjónustan Hellismenn (landmannhellir.is ) og einnig má kaupa gistingu í Áfangagili (afangagil. is). Báðir þessir staðir bjóða upp á gistingu og skipulagt tjaldssvæði með hreinlætisaðstöðu. Veiði:  Í vatninu eru aðallega bleikja en urriði líka. Mest er að smá bleikju og er mikið af henni. Vatnið er sennilega eitt besta veiðivatnið fyrir yngri kynslóðina til að fá örugglega fisk. Einnig eru vænir silungar inn á milli. Veiðitölur má sjá á www.veidivotn.is Annað: Frostastaðavatn er aðeins eitt vatn af fjölmörgum vötnum sunnan Tungnár. Veiðikortið gildir hins vegar aðeins í Frostastaðavatn en auðvelt er að kaupa leyfi í Landmannahelli vilji menn kaupa aðgang að fleiri vötnum. Þar kostar veiðileyfið kr. 3.500.- á stöng á dag. Hafa ber í huga að allt vatnasvæðið er Friðland og biðjum við þá sem þar fara um að taka tillit til þess í umgengi. Frostastaðavatn Frábært veiðivatn að Fjallabaki 20. júní - 15. sept 7:00- 24:00 Veiðikortið gildir aðeins í Frostastaðavatni en við bendum á að hægt er að kaupa veiðileyfi í önnur vötn sunnan Tungná í Landmannahelli fyrir kr. 3.500.- Þar má finna vötn eins og Dómadalsvatn, Ljótapoll auk fleiri. 64° 1.021’N, 19° 2.830’W

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=