Veiðikortið 2022
21 ENGLISH Lake Elliðavatn is located within the Heiðmörk outdoor recreational area which lies within the borders of Reykjavík and it‘s neighbour, Kópavogur. The fishing waters can be accessed from both municipalities and from Suðurlandsvegur (The “RingRoad” leading to South Iceland). For further information on routes, please check the road atlas or GPS- instructions (the coordinates are given on the left side). The Elliðavatn lake is about 1.8 km 2 . Due to its proximity with the Reykjavík area and rich fishing grounds, this lake is among the most popular among local anglers. There is an excellent prospect of catching brown trout, char and even salmon that run through the Elliðaá river. Fishing is allowed from dawn to dusk from 21st of April to 15th of September. Fly, spinners and worm are allowed as a bait in the lake, but only fly fishing in river Holmsa. Anglers are kindly asked to leave no litter behind by the lakeside. More information is available on www.veidikortid.is. Mackerel is strictly forbitten as a bait! Please release all salmon if possible because of salmon protection project. Besti veiðitíminn: Jöfn veiði er í vatninu. Vatnið er þó sérstaklega vinsælt í maí. Mjög góð veiði er yfirleitt í maí, júní og júlí. Bestu líkurnar til að veiða urriða eru á kvöldin og fyrripart dags. Reglur: Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir sig rusl. Jafnframt eru gestir vinsamlegast beðnir um að hirða upp rusl sem á vegi þeirra verður. Vilji menn gera að aflanum við vatnið eru þeir beðnir um að taka með sér slor og hausa. Óheimilt er að aka utan vega. Öll umferð báta á vatninu er bönnuð nema með leyfi landeigenda. Veiðimenn skulu ekki fara inn á sumarbústaðalóðir við vatnið og virða þriggja metra reglu frá vatnsbakka þar sem það getur átt við. Í vatnakerfi Elliðavatns er verndunarátak í gangi fyrir laxastofninn og því beinum við þeim tilmælum til veiðimanna að sleppa veiddum laxi er kann að veiðast á vatnsvæðinu, sé það mögulegt. Vegna rannsókna á urriða á vatnasvæðinu eru veiðimenn beðnir að athuga hvort veiddir urriðar séu mælimerktir. Merkin eru fest á baki urriðans og geta verið einföld slöngumerki eða rafeindamerki. Merkjum ber að skila til Laxfiska ehf.- laxfiskar.is. Í Hólmsá má aðeins veiða á flugu og öllum fiski sleppt! Veiðivörður: Veiðikortshöfum ber að sýna veiðiverði Veiðikortið og skilríki þegar þess er óskað. Þegar handhafi Veiðikortsins er á bíl er hann beðinn um að hafa Veiðikortið sýnilegt við framrúðu bílsins. Hægt er að nálgast vandaðan bækling um veiðar í Elliðavatni sem Geir Thorsteinsson hefur gefið út á rafrænu formi og hægt er að nálgast hann á vefsíðu Veiðikortsins undir tenglinum fróðleikur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=