Veiðikortið 2022

20 veidikortid.is Staðsetning:  Elliðavatn er í Heiðmörk, útivistarsvæði í útjaðri Reykjavíkur og Kópavogs. Leiðarlýsing: Vatnið tilheyrir bæði Reykjavík og Kópavogi. Hægt er að komast að vatninu með því að fara Heiðmerkurafleggjarann og í gegnum Kópavog til að komast að Vatnsendalandi. Til að komast í Hólmsá má beygja til norðurs rétt austan við Heiðmerkurafleggjarann í áttina að Gunnarshólma. Einnig má komast að ánni með því að beygja til norðurs nokkru austan við Gunnarshólma, eða leggja við brúna yfir hana á Suðurlandsvegi og ganga þaðan upp eða niður með ánni. Upplýsingar um vatnið: Elliðavatn er vinsælasta veiðivatn höfuðborgarsvæðisins og afar gjöfult. Vatnið er í um 73 m. hæð yfir sjávarmáli og er um 1,8 km 2 að flatarmáli. Mesta dýpi er rúmir 2 m. en meðaldýpi er um 1 m. Í vatnið renna Bugða og Suðurá. Hólmsá heitir áin nokkru ofar, áður en hún skiptist í Bugðu og Suðurá. Veiðisvæðið:   Veiðisvæðið er vatnið fyrir löndum Elliðavatns og Vatnsenda, auk Hólmsár og Nátthagavatns, þaðan sem Hólmsá rennur. Óheimilt er að veiða í Suðurá. Ekki má veiða nær Elliðavatnsstíflu en 50 metra. Gisting: Óheimilt er að tjalda við vatnið og bendum við á skipulögð tjaldstæði og hótel vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. Veiði:  Í vatninu eru bleikja, urriði, lax og stöku sjóbirtingur. Bleikjan var ríkjandi í vatninu en síðasta áratug hefur urriðinn sótt í sig veðrið og er nú að verða algengasta fiskitegundin í vatninu. Lax og sjóbirtingur ganga í vatnið úr Elliðaánum og upp í Hólmsá. Veiðimenn eru beðnir um að skila inn veiðiskýrslum á heimasíðu Veiðikortsins, veidikortid.is. Agn:  Eingöngu er leyfð veiði með flugu, maðki og spóni, en í Hólmsá má aðeins veiða á flugu!  Litlar púpur gefa jafnan bestu veiðina en einnig straumflugur. Makríll er bannaður! Elliðavatn Hólmsá og Nátthagavatn 21. apríl - 15. sept 7:00- 24:00 Vesturröst Sérverslun veiðimanna - Laugaveg 178 - Sími 551 6770 - www.vesturrost.is Veiðisvæðið er í raun allt vatnið, að undanskildu afgirtu svæði við stífluna. Bannað er að veiða í Suðuránni sem rennur í Helluvatn. 64° 5,365’N, 21° 45,688’W Stök leyfi til sölu á vefverslun.veidikortid.is

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=