Veiðikortið 2022
16 veidikortid.is Staðsetning: Berufjarðarvatn er við Berufjörð í Reykhólahreppi, Austur- Barðastrandasýslu. Leiðarlýsing: Frá Reykjavík eru um 215 km að vatninu ef farið er um Hvalfjarðargöngin og tæpir 150 km frá Borgarnesi og Stykkishólmi. Vatnið liggur við Vestfjarðaveg og er í alfaraleið fyrir þá sem ætla að heimsækja suðurfirði Vestfjarða. Upplýsingar um vatnið: Berufjarðarvatn er frekar lítið eða 0,15 km2 að flatarmáli, fremur aðgrunnt vestan megin en meira dýpi er að austan. Vatnið er 49 m yfir sjávarmáli og er mesta dýpi rúmlega 2 m. Hægt er að aka að vatninu norðaustan megin, beint niður frá Hótel Bjarkalundi. Veiðisvæðið: Veiði er heimil í öllu vatninu. Algengustu veiðistaðirnir eru á austurbakkanum þeim sem liggur næst veginum. Frá vesturbakkanum er frekar aðgrunnt en þó er veiðivon alls staðar í vatninu. Gisting: Hótel Bjarkalundur er í um 400 m fjarlægð frá vatninu, en þar eru einnig tjaldstæði með rafmagni og sturtuaðstöðu. Sími: 562-1900. www.hotelbjarkalundur.is Veiði: Mest er af urriða í vatninu en einnig er talsvert af bleikju. Mest veiðist af 1-3 punda fiski en stærsti fiskurinn sem menn vita um að veiðst hafi á stöng vigtaði 10 pund. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn: Fiskur veiðist allt sumarið en fyrri hluti sumars er þó heldur meiri veiðivon. Veiði er í vatninu allan daginn, en morgunn og kvöld eru alltaf líklelgustu tímarnir. Reglur: Korthafar þurfa að skrá sig á Hótel Bjarkalundi, þar sem kortanúmer og kennitala eru skráð niður. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig neinar leifar eða ummerki. Stranglega er bannað að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiðivörður: Allar upplýsingar eru veittar í afgreiðslu á Hótel Bjarkalundi. Berufjarðarvatn 15. maí - 15. sept 7:00- 23:00 65° 33.194’N, 22° 6.390’W REYKJAVIK 215 KM BORGARNES 150 KM � � � . � � � � � � � � � � � . � � ���������� ��� � ������
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=