Veiðikortið 2022

12 Fátt er betra en að komast út fyrir bæinn, í faðmi vina eða fjölskyldu, og stunda vatnaveiði út í guðsgrænni náttúrunni, fjarri skarkala borgarlífsins. Samhliða veiðinni er gaman að fylgjast með fuglum og öðru lífi við vötnin, eða njóta fallegs landslags eða friðsældar óbyggðanna. Ætíð er stutt í næsta stöðuvatn og má skjótast til veiða með stuttum fyrirvara, því að ekki þarf að panta tíma. Margir skjótast jafnvel til veiða eftir vinnu og geta þá notið nokkurra klukkutíma í faðmi náttúrunnar með veiðistöng að vopni. Hagkvæmt: Iðkun vatnaveiði er mjög hagkvæmt sport eða dægradvöl. Með Veiðikortið í hendi þarftu ekki að eyða neinu frekar í veiðileyfi. Jafnframt eru meðfylgjandi helstu upplýsingar um vötnin og ökuleiðir til þeirra, svo rannsóknarvinna verður í lágmarki. Veiðikortshafar geta því komist örugglega á áfangastað til veiða, eða rennt við á ferðalögum til skammtímadvalar, tjaldað eða borðað nestið sitt í ljúfum nið fagurra vatna. Ferðalag um landið með alla fjölskylduna þarf heldur ekki að vera svo dýrt, þegar hægt er að spara gistikostnað með þessum hætti. Afslappandi: Vatnaveiði er mjög afslappandi sport, en umgjörðin í kringum hana er t.d. mun þægilegri enþegar veiðimennþurfa að lúta svæða- og tímaskiptingum við laxveiðiár. Því þarf ekki að skipta um svæði eða hætta veiðum þegar fiskurinn lætur loksins sjá sig! Jafnframt geta vatnaveiðimenn farið heim með góðri samvisku ef t.d. það gerir brjálað veður, þar eð útlagður kostnaður er í lágmarki, en hleypur ekki á tugum þúsunda daglega, eins og jafnan gerist við laxveiði. Útivistarfólk getur jafnframt nýtt sér kosti Veiðikortsins og vatnaveiði til samnýtingar áhugamála, en oft eru til dæmis afburða gönguleiðir í námunda við veiðivötnin. Silungur er spennandi matur: Silungur er mikill sælkeramatur, það eru flestir sammála um. Villtur silungur fæst orðið afar sjaldan í kjötborðum verslana, heldur aðeins eldisfiskur og það jafnan á frekar háu verði. Silungsveiði skapar ekki aðeins skemmtilega útiveru, heldur er hægt að ná sér í ferskt sælkerafæði að auki. Auðvelt er að elda silung á margvíslegan hátt, svo sem grillaðan, steiktan eða soðinn. Einnig er reyktur og grafinn silungur algjört sælgæti og má til dæmis nota slíkt hráefni sem álegg eða í smárétti. Ýmsar stórgóðar silungsuppskriftir má finna á internetinu, fyrir þá sem vilja t.d. nota þetta einstaka hráefni í veislumat. Fjölskyldan: Margir muna vel þær æskuminningar sem tengjast fjölskylduferðum út á land og þá ekki síst þegar veiðistangirnar voru teknar með. En tímarnir hafa breyst og fjölskyldumeðlimir sitja nú oft hver í sínu horni; í tölvu, horfandi á sjónvarp og þess háttar. Samverutími fjölskyldu er orðinn minni en áður, en til að viðhalda heilbrigðu fjölskyldulífi þurfa meðlimirnir allir að gera eitthvað saman. Veiðiferð í vötnin er tilvalin lausn á samveruleysi fjölskyldunnar, þar sem jafnframt má kynna ungviðinu heilbrigða útiveru og skemmtilegt sport. Það er alveg á hreinu að veiðieðli býr í okkur öllum og þegar komið er á staðinn er ávallt eitthvað spennandi fyrir alla, þó ekki sé nema það eitt að komast úr bænum og njóta náttúrunnar. Vatnaveiði í íslenskri náttúru er frábær kostur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=