Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 9 ferðaveður eins og flestir sem hafa ferðast í íslenskri náttúru vita. Þrír fullgildir félagar slógust í hópinn og hófst gangan á hádegi á laugardegi í Sleggju- beinsskarði við Hellisheiðarvirkjun. Gengið var í góðu veðri upp Sleggjubeinsskarð og á móbergsfjallgarðinum sem liggur vestan megin, alla leið að Vörðu-Skeggja. Á leiðinni fengum við bæði sól og þoku, tókum rötun- aræfingar og fundum stefnu með áttavita. Vegna þoku var ekkert útsýni af toppnum. Hópurinn lét það þó ekki á sig fá og gekk niður í Innstadal þar sem tekin var góð nestispása í grasbala. Úr Innstadal var gengið í austur að Ölkeldu. Í kvöldsólinni mátti sjá Ölkelduhnúkinn og allt Þingvallavatn. Fund- inn var góður náttstaður sem tók sinn tíma þar sem mikið er af stórum þúfum á svæðinu og hallandi landslagi. Eftir að tjöldin voru komin upp var hafist handa við kvöldmatar- gerð. Við höfðum lagt áherslu á að í löngum gönguferðum með þunga poka á bakinu er mikilvægt að taka næringarríkan mat sem er þó einfaldur í framreiðslu. Alvin, Ívar og Óttar áttu vinninginn en þeir tóku hver sína dós af bökuðum baunum og pylsupakka. Eftir kvöldmat, þegar allir höfðu komið sér vel fyrir, fórum við í nafnaleik og svo í létta kvöldgöngu upp á næsta hól. Á sunnudagsmorgun vöknuðum við í rigningu og heldur kalt var úti. Allir stóðu sig vel í að ganga frá blautum tjöldunum og koma sér af stað. Við hituðum upp og rædd- um skipulag dagsins áður en við lögðum af stað. Við gengum Ölkelduhálsinn réttsælis og hægt og rólega byrjaði að rigna meira. Þegar við komum í skarðið sem skilur að Reykjadal og Grænadal héldum við niður Grænadal. Hann er fáfarinn og heldur lítið um stíga eða slóða en dalurinn er mjög fallegur. Þar er mikið um litadýrð og hveri. Þegar komið var í Grænadalinn var aldeilis farið að rigna og hvessa. Niðurleiðin tók hálfan annan tíma en við gengum mjög rösk- lega og tókum fáar og stuttar pásur vegna veðurs. Þegar við nálguðumst láglendið skall lægðin hressilega á okkur og sá til þess að allir urðu rennandi blautir. Á bílastæðinu í Reykjadal tók bílafloti HSSK á móti okkur og voru allir mjög fegnir að komast í skjól. Heildarvegalengd var 24 kílómetrar með 750 metra hækkun. Það sem helst stóð upp úr hjá nýliðunum eftir ferðina var til dæmis að sum regnfötin voru ekki mjög vatnsheld, að hafa göngustafi í bakpokaferð munar miklu og að ef þú ert með allt sem þú þarft og vel klædd- ur þá getur þú verið lengi úti í hvaða veðri sem er. Með þessum lærdómi var tilgangi ferðarinnar náð. Hengillinn og Ölkelduhálsinn eru mögn- uð svæði rétt í bakgarði höfuðborgarinnar sem fá minni athygli en þau eiga skilið. Á göngunni upplifðum við oft að við værum ein í heiminum, umkringd fjöllum, móbergi, mosa, litadýrð og hverum. Gönguleiðin sem við fórum er auðveldlega hægt að uppfæra, lengja, stytta eða breyta. Hægt er að fara þessa leið á einum degi eða tveimur, gang- andi, hjólandi eða á skíðum á veturna. Við munum án efa fara aftur um þetta svæði með nýliða hjálparsveitarinnar á ferðamennsku- námskeiði eða bara í fjallgöngu. Elísabet Atladóttir Nýliðahópurinn. MYNDIR: ELÍSABET ATLADÓTTIR GLEÐILEGT ÁR, STARFSFÓLK NINGS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=