Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
8 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Í september var haldið ferðamennskunám- skeið fyrir þá 21 nýliða sem hófu nýliða- þjálfun haustið 2021. Á námskeiðinu kynntust nýliðar búnaði, fatnaði, ferðahegð- un, ferðaplönum, öryggisáætlun og öllu sem viðkemur útiveru og ferðamennsku á fjöllum. Námskeiðið hófst með kvöld- fyrirlestrum þar sem farið var vel yfir allt bóklegt efni og búnað. En til þess að tileinka sér kunnáttu verður maður að framkvæma sjálfur og nota nýtilkomnu þekkinguna. Einn hluti námskeiðsins er verkleg kennsla þar sem farið er í helgarferð þar sem nýliðar tileinka sér nýju kunnáttuna og jafnvel geri mistök varðandi búnað, mat, ferðaplan eða annað sem snýr að ferðinni en eru þá í góðu lærdómsumhverfi. Þetta námskeið er mjög mikilvægt í upphafi nýliðaþjálfunarinnar til að undirbúa nýliðana undir komandi ferðir og námskeið og síðar störf innan björgunar- sveitarinnar. Flestar ferðir og námskeið fara fram um vetur í meira krefjandi aðstæðum og því er helgarferð í mildara haustveðri mikilvæg undirbúningsferð. Verklegi hluti námskeiðsins að þessu sinni var tveggja daga gönguferð yfir Hengil, Ölkelduháls og Grænadal þar sem gist var í tjöldum. Áður en lagt var af stað var ferðin skipulögð, leiðir valdar og skoðaðar á korti og GPS punktar teknir. Veðurspá fyrir laugardag var mjög góð en um hádegi á sunnudag átti að bresta á lægð með helli- rigningu og roki sem er ekki ákjósanlegt Hengill, Ölkelduháls og Grænidalur Ferðamennskunámskeið AÐALSKOÐUN
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=