Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
Vertu með öryggið á hreinu. Börnum yngri en 16 ára eru ekki seldir flugeldar. Fullorðnir skulu ávallt aðstoða börn með þessa vöru. Athugið að standa ekki nærri er flugeldar eru sprengdir. Hávaði frá þeim getur skaðað heyrnina. Alls ekki má handleika flugelda eftir að kveikt hefur verið í þeim þar sem þeir geta sprungið fyrirvaralaust. Hella skal vatni yfir þá. Víkja skal vel frá eftir að búið er að kveikja í flugeldunum. Börn skulu ávallt vera undir eftirliti fullorðinna í návist flugelda. Allir eiga að hafa öryggisgleraugu, einnig þeir sem horfa á. Nauðsynlegt er að hafa trausta undirstöðu undir rakettur áður en þeim er skotið upp. Nauðsynlegt er að hafa stöðuga undirstöðu undir standblys og skotkökur, og athuga þarf að þau þurfa mikið rými. Flugeldar og smádót eru ekki leikföng og ekki skal nota það í hrekki. Oft verða slæm slys af þessum völdum. Mikilvægt er að hafa nægt rými þegar valinn er skotstaður. Hæfilegt er að hafa a.m.k. 20 metra fjarlægð frá húsum. Aldrei má kveikja í flugeldum meðan haldið er á þeim. Aðeins má halda á sérmerktum handblysum. Flest alvarlegustu slysin verða vegna fikts. Mjög hættulegt er að taka flugelda í sundur og búa til heimagerðar sprengjur. Halda skal dýrum innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingunum. Hundar, kettir og hestar eru sérstaklega viðkæm. Gætið þess að vera aldrei í skotlínunni þegar kveikt er á skottertum eða flugeldum. Verið til hliðar og teygið ykkur í kveikinn. Slysavarnafélagið Landsbjörg www.flugeldar.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=