Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
66 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Í maí 2021 var stöðupróf nýliða haldið á Hengilssvæði Hellisheiðar og hefðu nýliðaþjálfarar ekki getað óskað sér betra veðurs, en dagurinn einkenndist af blindbyl og misblautri ofankomu. Nýliðar tókust á við krefjandi verkefni þennan dag og stóðust öll próf með glæsibrag eftir 2 ára undirbúning með óhefðbundnu sniði. Nýliðaþjálfun þessi hófst haustið 2019 með hefðbundnu sniði, má þar nefna göngu yfir Fimmvörðuháls, námskeið í fyrstu hjálp, fjallamennsku, ferðamennsku, rötun, og leitartækni. Í febrúar var komið að hinni árlegu snjóhúsaferð. Að vanda var stærsta spurningin: „finnum við skafl?“ Við gengum áleiðis Leggjabrjót í litlu skyggni, búin snjó- flóðabúnaði og hlýjum svefnpokum og fund- um þar fínasta skafl í miðjum hlíðum. Þarna var prýðis næturstaður. Veðrinu hafði slotað daginn eftir og þá var farið á Botnssúlur. Þetta var síðasta ferðin ferðin fyrir heims- faraldur en í mars skall á fyrsta samkomu- bannið. Næstu mánuði spiluðum við starfið eftir yfirlýstum almannavarnastigum og voru nýliðar, aldrei þessu vant, almennt hvattir til að mæta ekki í Björgunarsveitarmiðstöðina að óþörfu. Það sem eftir var af þessum vetri var lítið annað í boði en skrifa pepp-færsl- ur á facebook og vonast eftir tilslökunum almannavarna til að halda starfinu áfram. Tilslakanir urðu svo um vorið, en þá var stutt í sumarfrí og lítið um námskeið. Haustið 2020 fór starfið á fullt, með vinnukvöldum, dagsferð- um og námskeiðum, m.a. í straumvatnsbjörgun. Gam- anið entist ekki lengi, og starfið sett á bið í október. Í desember var þó hægt að selja flugelda, öllum til mikillar gleði enda fylgir því samvera og samskipti við félaga úr sveitinni. Sem betur fer hélt veiran sér í skefjum og við gátum haldið fleiri námskeið eftir áramótin. Snjóflóðanámskeið var haldið á Ólafsfirði í janúar 2021, þar sem nemendur voru m.a. óvænt rifnir út með hálfkláraðan kvöldmatinn á disknum til þessa að taka þátt í snjóflóðaæfingu. Í Tindfjöllum æfðum við fjallamennsku og þar voru nýliðaþjálfarar glerharðir á því að allir skyldu sofa í tjöldum. Þegar komið var á svæðið tók á móti okkur aftaka veður og eftir að hafa leitað að skjóli í hlíðum fjalls þar sem ekkert skjól var að finna, neyddumst við til að gista inni í skála eftir mislukkaða tilraunir til þessa að koma upp tjöldum. Daginn eftir gátum við sett upp tjaldbúðir og helgin notuð til að öðlast þekk- ingu og reynslu í vetrarfjallamennsku. Í anda óhefðbundins árs var haldið í óhefðbundna göngu- skíðaferð, en farið var yfir Langjökul í mars. Sleðaflokkur, tækjaflokkur og aðrir fullgildir félagar slógust með í för. Við sáum norðurljós og fengum hælsæri, ferðin var frábær! Í lok mánaðarins héldum við svo námskeið í fyrstu hjálp 2 og skömmu síðar stöðupróf, þar sem nýliðar sýna fram á kunnáttu í þeim atriðum sem farið hefur verið yfir í þjálfunarferlinu. Alls voru 18 virkir nýliðar í lok vetrar 2021, 9 af þeim fóru stöðupróf og undirrituðu eiðstaf sveitarinnar. Auk þess undirrituðu þrír einstaklingar sem starfað hafa með sveitinni síðastliðið ár, á gestaaðild, eiðstafinn. Þessi tvö ár hafa verið einstök reynsla fyrir okkur nýliðaþjálfara og virkilega gam- an að hafa fengið að fylgja þessum frábæra hópi eftir. Munið að þvo og spritta! Dagbjört Jónsdóttir Heiður Þórisdóttir Íris Eva Stefánsdóttir Stefán Geir Reynisson Yngvi Snorrason Nýliðarnir Agnes Þorkelsdóttir Andrea Geirsdóttir Arnar Haukur Rúnarsson Brynjar Birgisson Eygló Einarsdóttir Guðrún Georgsdóttir Inga Rún Sæmundsdóttir Kristófer Birkir Baldursson Stephanie Matti Sævar Örn Einarsson Vigdís Bjarnadóttir Þorvaldur Hafberg Nýir félagar 2021 Brynjar, annar frá vinstri, skaust í myndatöku inn á milli verkefna óveðursútkalls. Ámyndina vantar Arnar Hauk Rúnarsson. MYND: PERLA MAGNÚSDÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=