Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

66 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Í maí 2021 var stöðupróf nýliða haldið á Hengilssvæði Hellisheiðar og hefðu nýliðaþjálfarar ekki getað óskað sér betra veðurs, en dagurinn einkenndist af blindbyl og misblautri ofankomu. Nýliðar tókust á við krefjandi verkefni þennan dag og stóðust öll próf með glæsibrag eftir 2 ára undirbúning með óhefðbundnu sniði. Nýliðaþjálfun þessi hófst haustið 2019 með hefðbundnu sniði, má þar nefna göngu yfir Fimmvörðuháls, námskeið í fyrstu hjálp, fjallamennsku, ferðamennsku, rötun, og leitartækni. Í febrúar var komið að hinni árlegu snjóhúsaferð. Að vanda var stærsta spurningin: „finnum við skafl?“ Við gengum áleiðis Leggjabrjót í litlu skyggni, búin snjó- flóðabúnaði og hlýjum svefnpokum og fund- um þar fínasta skafl í miðjum hlíðum. Þarna var prýðis næturstaður. Veðrinu hafði slotað daginn eftir og þá var farið á Botnssúlur. Þetta var síðasta ferðin ferðin fyrir heims- faraldur en í mars skall á fyrsta samkomu- bannið. Næstu mánuði spiluðum við starfið eftir yfirlýstum almannavarnastigum og voru nýliðar, aldrei þessu vant, almennt hvattir til að mæta ekki í Björgunarsveitarmiðstöðina að óþörfu. Það sem eftir var af þessum vetri var lítið annað í boði en skrifa pepp-færsl- ur á facebook og vonast eftir tilslökunum almannavarna til að halda starfinu áfram. Tilslakanir urðu svo um vorið, en þá var stutt í sumarfrí og lítið um námskeið. Haustið 2020 fór starfið á fullt, með vinnukvöldum, dagsferð- um og námskeiðum, m.a. í straumvatnsbjörgun. Gam- anið entist ekki lengi, og starfið sett á bið í október. Í desember var þó hægt að selja flugelda, öllum til mikillar gleði enda fylgir því samvera og samskipti við félaga úr sveitinni. Sem betur fer hélt veiran sér í skefjum og við gátum haldið fleiri námskeið eftir áramótin. Snjóflóðanámskeið var haldið á Ólafsfirði í janúar 2021, þar sem nemendur voru m.a. óvænt rifnir út með hálfkláraðan kvöldmatinn á disknum til þessa að taka þátt í snjóflóðaæfingu. Í Tindfjöllum æfðum við fjallamennsku og þar voru nýliðaþjálfarar glerharðir á því að allir skyldu sofa í tjöldum. Þegar komið var á svæðið tók á móti okkur aftaka veður og eftir að hafa leitað að skjóli í hlíðum fjalls þar sem ekkert skjól var að finna, neyddumst við til að gista inni í skála eftir mislukkaða tilraunir til þessa að koma upp tjöldum. Daginn eftir gátum við sett upp tjaldbúðir og helgin notuð til að öðlast þekk- ingu og reynslu í vetrarfjallamennsku. Í anda óhefðbundins árs var haldið í óhefðbundna göngu- skíðaferð, en farið var yfir Langjökul í mars. Sleðaflokkur, tækjaflokkur og aðrir fullgildir félagar slógust með í för. Við sáum norðurljós og fengum hælsæri, ferðin var frábær! Í lok mánaðarins héldum við svo námskeið í fyrstu hjálp 2 og skömmu síðar stöðupróf, þar sem nýliðar sýna fram á kunnáttu í þeim atriðum sem farið hefur verið yfir í þjálfunarferlinu. Alls voru 18 virkir nýliðar í lok vetrar 2021, 9 af þeim fóru stöðupróf og undirrituðu eiðstaf sveitarinnar. Auk þess undirrituðu þrír einstaklingar sem starfað hafa með sveitinni síðastliðið ár, á gestaaðild, eiðstafinn. Þessi tvö ár hafa verið einstök reynsla fyrir okkur nýliðaþjálfara og virkilega gam- an að hafa fengið að fylgja þessum frábæra hópi eftir. Munið að þvo og spritta! Dagbjört Jónsdóttir Heiður Þórisdóttir Íris Eva Stefánsdóttir Stefán Geir Reynisson Yngvi Snorrason Nýliðarnir  Agnes Þorkelsdóttir  Andrea Geirsdóttir  Arnar Haukur Rúnarsson  Brynjar Birgisson  Eygló Einarsdóttir  Guðrún Georgsdóttir  Inga Rún Sæmundsdóttir  Kristófer Birkir Baldursson  Stephanie Matti  Sævar Örn Einarsson  Vigdís Bjarnadóttir  Þorvaldur Hafberg Nýir félagar 2021 Brynjar, annar frá vinstri, skaust í myndatöku inn á milli verkefna óveðursútkalls. Ámyndina vantar Arnar Hauk Rúnarsson. MYND: PERLA MAGNÚSDÓTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=