Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 65 en ísköldu veðri uppi á Langjökli. Það tók töluverðan tíma að hita vatn í kaffibollann en ó mig auma, útsýnið var vel þess virði þó fingurnir yrðu svolítið kaldir. Með sólar- upprásinni varð okkur öllum örlítið hlýrra og þá þakkaði ég fyrir að hafa pakkað nóg af sólarvörn. Eftir pökkun í trússbílana var svo aftur arkað af stað, ferðalangarnir með misvel teipaða hæla og tær eftir fjör gær- dagsins. Það var ekkert grín að komast aftur í skóna góðu, þeir voru ansi gaddfreðnir eftir nóttina. En um leið og smá hiti komst í kaldar tær með hreyfingunni var allt orðið dásamlegt aftur. Nú skíðaði hópurinn áfram eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. Með hækkandi sól varð hlýrra og voru flestir komnir með bert á milli einhvers staðar þegar á leið. Útsýnið og veðrið var alveg upp á tíu eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum. Þegar komið var að síðustu brekkunni létu sumir sig gossa niður, aðrir tóku svigið og enn aðrir tóku hreinlega af sér skíðin. Enda átti asinn ekki við hjá okkur. Bílarnir biðu svo eftir okkur vestur af Klaka en þá höfðum við lagt að baki 46 km á gönguskíð- um sem ætti nú að teljast ansi gott miðað við að margir voru að taka sín fyrstu skref á gönguskíðum í þessari ferð. Í það heila, dásamleg ferð á Langjökli með besta hópnum í frábæru veðri og hlakka ég til næstu ferðar! Vigdís Bjarnadóttir Jarlhettur í baksýn. MYND: VIKTOR EINAR VILHELMSSON Sólarupprás á Langjökli. MYND: ARNAR OLAFSSON Snjóbíllinn reffilegur í blíðunni. MYND: VIGDÍS BJARNADÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=