Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
64 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 L augardaginn 6. mars var brunað úr Björgunarmiðstöðinni, eldsnemma morguns og stefnan tekin í átt að Langjökli. Með hækkandi sól sáum við að dagurinn gæti ekki orðið annað en góður; örlítið skýjað og kannski ekki besta skyggnið en milt og gott veður. Snillingarnir í tækjaflokki sveitarinnar skildu okkur eftir vestan við Geldingafell og þá var arkað af stað á gönguskíðum. Það var góð skemmtun að fylgjast með misjafnlega reyndu skíða- fólki á utanbrautargönguskíðum, sumir að prófa í fyrsta skiptið, renna jafnvel á rassinn þó kyrrstæð væru. Fyrstu kílómetrarnir fóru því í það að leyfa mannskapnum að æfa sig. Fyrsta brekkan bauð upp á ansi góða sýningu, þá komst snjór í öll vit á hverjum einasta skíðamanni þegar heljarstökkin voru farin, ósjálfviljug niður brekkuna. Þegar leið á daginn var hins vegar eins og hópurinn hefði aldrei gert annað, allir örkuðu í takt við dúndrandi músík frá einum góðum ferðahátalara sem var með í för. Sólin byrj- aði að skína og allir voru kampakátir. Bæði snjóbíllinn og jeppar voru með í för, ásamt nokkrum sleðaköppum. Það var því gott öryggisnet ef allt hefði farið í skrúfuna, jú eða ef einhver hefði ekki treyst sér lengra á glænýjum gönguskíðum. Það var farið að dimma þegar skíða- göngugarparnir mættu hver á fætur öðrum í tjaldbúðirnar sem aðrir meðlimir sveitarinnar voru búnir að slá upp í um 1200 m hæð. Þar var fírað upp í grillinu og hamborgurum dælt í mannskapinn. Ég held að hamborgarinn sem ég fékk hafi verið sá besti sem gerður hefur verið… hvort það var borgarinn sjálfur, ævintýri dagsins eða þreytan í kroppnum veit ég ekki. Hann alla- vega rann afskaplega ljúft niður. Við tók svo norðurljósasýning, varðeldur og tónlist uppi á miðjum Langjökli. Orðið á jöklinum var að frostið hafi farið niður í jafnvel -20°C. Þar var því eins gott að vera með góðan svefnpoka og mikið óskaplega svaf ég vel í tjaldinu með víðáttuna allt í kring. Við vöknuðum svo í brakandi góðu Langjökull kallar! Nína Aradóttir og undirrituð í blússandi góðum gír í blíðunni fyrri daginn. MYND: VIGDÍS BJARNADÓTTIR Hópurinn í halarófu við Innstu-Jarlhettu. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR Norðurljós og stjörnubjart. MYND: GUÐRÚN GEORGSDÓTTIR Gott að hlýja sér við varðeld í 17 gráðu frosti. MYND: PERLA MAGNÚSDÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=