Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

62 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 N ýverið stóð Leitarflokkur Hjálparsveitar skáta í Kópavogi fyrir kaupum á nýjum rafmagnshlaupahjólum fyrir sveitina. Hlaupahjól frá bandaríska framleiðandanum ZERO urðu fyrir valinu en hjólin hafa notið mikilla vinsælda bæði hér heima og erlendis. Sveitin féllst á að kaupa fjögur hjól af gerðinni Zero 8 Pro en þau fást í rafhjólasetri Elling- sen. Hjólin verða notuð í innanbæjarleitum og munu þau gera leitarfólki kleift að komast hraðar yfir leitarsvæði. Með því að komast hraðar yfir, getur mannskapurinn okkar leitað á stærra svæði á skemmri tíma. Hlaupahjólin er búin, öflugum 500W, afturdrifnum mótor sem hentar vel fyrir hæðir og hóla höfuð- borgarsvæðisins. Hjólin komast á allt að 25 km hraða á klukkustund en við þann hraða slær mótorinn út. Eitt hjól vegur um 20 kg en hægt er að brjóta hjólin saman og þannig minnka umfang þeirra. Þegar halda skal í inn- anbæjarleit er lítið mál fyrir leitarfólkið okkar að grípa hlaupahjólin og vippa þeim inn í bíl og rjúka af stað. Nú þegar hafa hjólin nýst okkur í innanbæjarleit og voru reiðmenn hjól- anna hæstánægðir með nýju fáka sveitarinnar. Að lokum langar HSSK að minna á hættuna sem getur stafað að rafmagnshlaupahjólum og biðlum til fólks að sýna fyllstu aðgát og nota viðeigandi hlífðar- og öryggisbúnað. Bjarki Húnn Svavarsson HSSK kaupir rafhjól til innanbæjarleita Í nóvember var haldið námskeiðið Vett- vangshjálp í óbyggðum (e. Wilderness First Responder) en það er sérhæft námskeið í vettvangshjálp. Námskeiðið er 76 klst. og var kennt tvær helgar í nóvember frá fimmtu- degi til sunnudags. Þrír félagar úr Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi (HSSK) tóku þátt í námskeiðinu en það var að hluta til haldið í björgunarmiðstöð sveitarinnar. Námskeiðið er að stærstum hluta byggt upp með verklegri kennslu en einnig eru fyr- irlestrar og heimaverkefni. Lögð er áhersla á forvarnir, þ.e. hvernig forðast megi alvarlegar og hættulegar aðstæður í óbyggðum. Nem- endum er kennt að meta veikindi og áverka og hvaða meðferð sé hægt að beita hverju sinni. Hefðbundin skyndihjálparkennsla ger- ir oftast ráð fyrir að flutningur á sjúkrahús taki skamma stund. Á þessu námskeiði eru kenndar aðferðir sem notast má við þegar langt er í frekari aðstoð. Nemendur læra að búa til sjúkrabúnað, eins og sjúkrabörur eða spelku, úr því sem hendi er næst, t.d. klifurlínu, skíðum og árum. Í lok námskeiðs fá þátttakendur réttindi sem gilda í þrjú ár en að þeim tíma lokn- um þarf að taka 24 klst. endurmenntun. Réttindin veita leyfi til að fara eftir sex vinnureglum Landlæknis en þau tengjast viðbrögðum við ofnæmislosti, sárameðferð, endurlífgun, hryggáverkum, liðhlaupi og astma. Réttindin heimila auk þess lyfjagjöf ákveðinni lyfja. Margir félagar í HSSK hafa tekið þetta námskeið og hafa gild réttindi. Aðferðirnar sem þar eru kenndar eru mikilvægar og nýtast í mörgum björgunaraðgerðum en oft er björgunarsveitarfólk fyrst á vettvang og í mörgum tilfellum er langt í aðra aðstoð. Guðrún Georgsdóttir Vettvangshjálp í óbyggðum Leitarflokkur kominn af stað á rafhlaupahjólunum. MYND: SIGURÐUR O. SIGURÐSSON MYND: SIF GYLFADÓTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=