Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

60 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 um 12 kílómetra ganga. Stuttu fyrir brottför fékk hópurinn heimsókn frá Otta Sigmars- syni frá Björgunarsveitinni Þorbirni sem var á ferðalagi um landið með fjölskyldunni. Eftir stutt spjall var haldið af stað í Öskju þar sem Víti var skoðað áður en gengið var af stað yfir í Dreka. Útsýnið á göngunni var stórbrotið og margbreytilegt, annars vegar var það stærð Öskju sem heillaði og hins vegar útsýnið yfir Herðubreið sem lét loksins sjá sig. Þegar hópurinn var búinn með rúm- lega helming göngunnar kom í ljós að hinn helmingur hópsins hafði fengið útkall ein- hverju áður þegar göngugarparnir voru ekki í talstöðvasambandi. Þar var bíll í vanda á Flæðunum, var að sökkva niður í sandinn og þurfti aðstoð. Vel gekk að aðstoða fólkið en þegar bíllinn var kominn úr sandinum kom í ljós að millibilsstöngin var bogin sem olli því að ekki var hægt að stýra bílnum. Gert var við það til bráðabirgða svo þau gætu komið bílnum á verkstæði. Þau fengu fylgd í Dreka til öryggis ef ske kynni að meiri vandræði kæmu upp en sem betur fer gekk allt vel. Minnsti fjallaskáli Íslands? Síðasta daginn vaknaði hópurinn aftur við sól í augu þegar gardínurnar voru dregnar frá. Morguninn var nýttur í rólegheit, góðan morgunverð og sólbað áður en allir drifu sig upp í bíla til að nýta góða veðrið. Ákveðið var að stoppa í Dyngju sem er líklega einn minnsti fjallaskáli Íslands. Hann stendur á grænum bletti við Arnardalsá og var því tilvalið að sækja grillið og snæða hádegis- verð. Eftir ljúfan snæðing var haldið áfram yfir fjöruga fjallvegi að Laugarvöllum þar sem finna má heita uppsprettu. Því næst var haldið aftur til baka og var hópurinn kominn í koju laust eftir miðnætti eftir vel nýttan sólardag. Þrif og heimferð Eftir góðan nætursvefn og staðgóðan morgunverð var farið í að tæma og þrífa hálendisvaktarhöllina fyrir næsta hóp sem var Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði. Rétt eftir hádegi var síðasta góssinu pakkað í bílana, skálaverðir og landverðir kvaddir áður en við kvöddum Dreka og héldum heim á leið. Norðurleiðin, eða Öskjuleið F88, var farin heim, í gegnum Herðubreiðarlindir og áleiðis niður að hringveginum nálægt Mývatni. Hópurinn kom heim í Björgunar- miðstöðina í Kópavogi í kringum miðnætti og var því ákveðið að þrífa bílana hátt og lágt, sem og að ganga frá öllu sem tekið var með, daginn eftir þegar búið var að safna kröftum eftir ferðalagið. Hálendisvaktin í ár var svo sannar- lega rólegri en hálendisvakt síðasta árs í Landmannalaugum. Það er þó ekki síður mikilvægt að hafa viðbragð í Dreka sem er vinsæll ferðamannastaður og langt er í næsta viðbragð og því gott að hafa hóp til taks ef eitthvað kemur upp á. Hópurinn var mjög sáttur með vikuna í Dreka og hlakkar til að fara á hálendisvakt næsta sumar. Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir Verkefni á Flæðunum. MYND: ARNAR ÓLAFSSON Sáttar í fræðslugöngu við Kverkjökul. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR Herðubreiðarlindir þar sem Herðubreið var í felum. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=