Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
52 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 þriðjungur þeirra sem hugðust klífa fjallið tindinum að þessu sinni. Úr hópi okkar sem þarna vorum á vegum 8K Expeditions náðu, auk okkar þriggja Íslendinganna, þrír af sex úr brasilíska hópnum á tindinn, þar af tveir reyndir leiðsögumenn. Þýskættaði Ekvador- maðurinn og báðir Indverjarnir urðu frá að hverfa. Hjá öðrum leiðöngrum var hlutfallið enn lægra og hjá sumum fór enginn upp. Fjögur sjúkraflug á þyrlum voru farin á fjall- ið daginn sem við toppuðum, eitt vegna falls og þrjú vegna fjallgöngumanna sem fengu kalsár vegna kuldans, þar af einn nepalskur leiðsögumaður. Ekkert þessara tilvika ku þó hafa verið mjög alvarlegt. Einn úr okkar hópi fékk 2. stigs kal á stóru tá á öðrum fæti en að öðru leyti komumst við allir heilir frá ferðinni, sem var enda ávallt markmiðið númer eitt. Nepal og ekki síst fólkið sem landið byggir mun aldrei hverfa úr huga manns. Nepal hefur orðið illa úti í heimsfaraldrin- um enda er ferðaþjónusta langmikilvægasta atvinnugrein þessarar annars fátæku þjóðar og ekki bætir úr skák að landið var rétt að rísa úr öskustó öflugs jarðskjálfta, sem reið yfir miðhluta landsins í aprílmánuði 2015 og varð ríflega 6.000 manns að bana auk gríðarlegrar eyðileggingar á innviðum og mannvirkjum. Viðmótið var enda hlaðið vinsemd og hlýju hvar sem við komum og gestgjafar okkar létu mjög skýrt í ljós þakklæti sitt í okkar garð fyrir að sækja þá heim á erfiðum tímum. Þetta var minn fyrsti leiðangur til Nepal en vissulega hafði ég margt lesið og heyrt af harðfylgi og dugnaði Sherpanna og í því var engu ofaukið. Flestir eru þeir smágerðir og léttbyggðir en það var með ólíkindum á sjá aflið sem í þeim býr og þær byrðar sem þeir báru á fjallinu, að því er virtist áreynslulítið og að jafnaði með bros á vör. Þeir stæra sig ekki af afrekum sínum, eru þjónustulundaðir með afbrigðum og sér- staklega ánægjulegt að sjá hvernig þeir eru sjálfir að taka yfir heildarskipulag leiðangra af þessu tagi á sínu heimasvæði. Ferðir sem þessar reyna mann á marga vegu og leiðin er ekkert alltaf greið en góðu minningarnar eru yfirgnæfandi og þær lakari verða jafnvel góðar þegar frá líður eins og þegar mér brast athyglin í öðrum búðum á niðurleiðinni og teigaði hraustlega af pissuflösku tjaldfélaga míns, sem var ótæmd eftir næturþvaglátin. Ferðafélagar mínir í þessari ferð voru Valdimar Harðarson Steffensen, Guðni G. Bridde og Einar K. Stefánsson úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Matthías Sigurðarson og Sigurður R. Sveinsson úr Björgunarsveitinni Ársæli. Við frásögn sem þessa er ekki hægt að skilja án þessa að minnast á mikilvægustu bakhjarlanna, eiginkonurnar sem heima sátu og gættu bús og barna, því eins og góður félagi og okkar reyndasti fjallamaður, Leifur Örn Svavarsson, orðaði svo viðeigandi í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu, þá er maður ekki eyland í þeirri ákvörðun að hverfa frá í leiðangra sem þessa svo vikum skiptir. Fyrir þann stuðning erum við allir óendanlega þakklátir. Þá var skemmtilegt að ná toppnum á afmælisdegi HSSK en í þeim félagahópi byrjaði fjallabröltið fyrir rúmlega 30 árum. Pétur Aðalsteinsson Pétur og Einar á tindi Himlung Himal (7.126 m y.s.) MYND: PÉTUR AÐALSTEINSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=