Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
50 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Opið alla virka daga frá 7-17 / Laugardaga frá 7-16. Sunnudaga frá 8-16 Opið gamlaársdag frá 8-13 / Lokað nýársdag m hæð og aftur niður í grunnbúðir, gerði mjög óvanalega mikla snjókomu svo moka þurfti frá tjöldunum í grunnbúðum á vökt- um tvær nætur í röð til varnar því að þau leggðust saman undan fannferginu. Í stað fyrirhugaðrar eins til tveggja daga hvíldar tafði þetta frekari framgöngu í fjóra daga. Eftir seinni aðlögunarferðina á fjallið, þar sem við gistum tvær nætur í fyrstu búðum og svo eina í öðrum búðum, var ætlun okkar að hvíla í tvo daga áður en gerð yrði atlaga að tindinum en vegna háloftavinda og mikils kulda efst á fjallinu urðu þeir hvíldardagar sjö. Á þeim tíma urðu tveir aðrir leiðangrar frá að hverfa án þess að koma manni á topp- inn og þeir þrír leiðangrar sem eftir voru þurftu að lokum allir að gera sína atlögu á sama tíma, þar sem langtímaveðurspár gerðu eingöngu ráð fyrir sæmilegum aðstæðum á efsta hluta fjallsins þann 4. nóvember en sá dagur er einmitt afmælisdagur HSSK. Það var því á áttunda degi eftir að hæðaraðlögun lauk sem við héldum af stað upp í fyrstu búðir að morgni 2. nóvember. Daginn eftir klifum við áfram upp í aðrar búðir, lögðu- mst þar til hvílu í eftirmiðdaginn og hófum svo atlöguna að efsta hluta fjallsins upp úr klukkan ellefu að kvöldi. Ganga á Himlung Himal felur ekki í sér tæknilega mjög erfitt klifur en samspil hæðarinnar og þess árstíma sem fjallið er að jafnaði klifið, sem er heldur síðar að haustinu en almennt er farið á hærri fjöll í Nepal leiðir af sér nokkuð krefjandi aðstæður. Toppadagurinn er auk þess langur, þar sem hækkun úr öðrum búðum nemur ríflega 1.100 m og að mestu í brattri snjó- og ísbrekku þar sem notast er við fastar öryggis- línur. Eftir um níu tíma klifur í rösklega 30 stiga frosti og allt að 10-13 m/s vindi náðu fyrstu menn tindi fjallsins rétt fyrir kl. 8 að morgni og fengu sólina í andlitið í sömu mund, tveir úr hópi okkar Íslendinganna auk tveggja nepalskra leiðsögumanna. Þeir klifu síðustu 200 - 300 hæðarmetrana fjórir bundnir saman í línu enda hafði trygging föstu öryggislínunnar á þeim kafla gefið sig. Hún var hins sett upp aftur til hægðarauka þeim sem á eftir komu. Sá þriðji úr okkar hópi náði svo tindinum ásamt nepölsk- um fylgdarmanni sínum rúmum hálftíma síðar en sá fjórði varð frá að hverfa vegna þráláts lungnakvefs, sem hafði hrjáð hann bróðurpart ferðarinnar. Sá fimmti og síðasti beið okkar hinna í grunnbúðum en vegna veikinda var honum ekki fært að leggja í atlöguna við toppinn með okkur. Vegna kuldans dvöldum við ekki lengi á tindinum en útsýni þaðan var ægifagurt í allar áttir og m.a. til þriggja af þeim 14 tindum heims sem rísa yfir átta þúsund metra, Manaslu (8.163 m y.s.) til suðausturs og Annapurna (8.091 m y.s.) og Dhaulagiri (8.167 m y.s.) í vesturátt. Eftir hefðbundnar myndatökur og faðmlög héldum við af stað niður aftur og gengum alla leið niður í grunnbúðir, með stuttum hvíldarstoppum í búðum 1 og 2, þaðan sem við tókum jafnframt með okkur allan búnað. Í grunnbúðir náðum við rétt fyrir myrkur um nítján og hálfri klukkustund eftir að við hófum uppgönguna úr öðrum búðum. Þetta reyndist nokkuð þungt tímabil á Himlung vegna þeirra aðstæðna sem lýst var hér að framan og náði eitthvað innan við Ferð til Nepal. Mokað frá tjöldum í vaktavinnu. MYND: PÉTUR AÐALSTEINSSON Í Phu Gaon í 4.200 m y.s. MYND: EINAR K. STEFÁNSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=