Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 49 og að lokum leystust þau mál farsællega og engrar sóttkvíar var krafist. Eftir 20 klst. ferðalag og millilendingar í Kaupmannahöfn og Doha, lentum við í Kathmandu að morgni 7. október og strax daginn eftir keyrðum við sem leið lá í norð- vesturátt til bæjarins Besisahar í Lamjung héraði um miðbik Nepal þar sem við gistum. Með í för var sex manna hópur frá Brasilíu sem þarna var í sömu erindagjörðum og við ásamt einum þýskættuðum fjallamanni frá Ekvador. Síðar áttu svo tveir Indverjar eftir að bætast í hópinn í grunnbúðum. Þessi fyrsti hluti leiðarinnar var ekinn á hefðbundinni smárútu en daginn eftir var hópnum skipt niður á tvær jeppabifreiðar enda leiðin áfram torfærari. Það reyndist sannleikanum samkvæmt og vegleysurnar og þrengslin í bílunum áttu eftir að gera okkur leiðinlega skráveifu þar sem einn úr hópnum fékk heiftarlegt tak í bakið, sem síðar kom í ljós að reyndist vera svæsið brjósklos. Hann harkaði af sér fimm daga göngu í grunnbúð- ir, sárþjáður þrátt fyrir hrossaskammta af verkja- og steralyfjum en þegar þangað var komið var ljóst að aðeins einn kostur væri í stöðunni og daginn eftir var honum flogið með þyrlu úr grunnbúðum til Kathmandu og fáeinum dögum síðar flaug hann á fyrsta farrými heim til Íslands og var það skarð fyrir skildi í hópnum. Víkja verður nokkrum orðum að göngunni í grunnbúðir enda var sú ganga einstök upplifun, þar sem fyrst var gengið upp hluta Manang dalsins þegar jeppafær- inu sleppti og upp í bæinn Koto (2.610 m y.s.) þaðan sem útsýni opnast m.a. á fjallið Annapurna II (7.937 m y.s.) sem rís ævin- týralega bratt upp úr sínu nánasta umhverfi til vesturs. Eftir næturgistingu í Koto var gengið til norðurs og inn í hinn þrönga og afar tilkomumikla Nar Phu dal sem tók þrjár dagleiðir upp í mót uns komið var í þorpið Phu Gaon sem liggur í 4.200 m hæð. Tiltölulega skammt er síðan aðgengi að þessu svæði var opnað af hálfu stjórnvalda í Nepal og þarna koma enn fáir ferðamenn og þá einkum hópar fjallamanna sem hyggjast klífa nálæg fjöll. Mannlífið á þessu svæði er því enn sem komið er minna snortið af áhrifum ferðafólks og lífshættirnir hefðbundnari og líkari því sem hafa verið í árhundruð. Í Phu Gaon heimsóttum við búddaklaustur sem talið er eiga sér ríflega 300 ára sögu en í fjallahéruðum Nepal er búddismi ríkjandi og íbúarnir flestir af þjóðarbrotum ættuðum úr norðri frá Tíbet á meðan hindúismi eru al- gengari á láglendari svæðum í suðri þar sem íbúarnir eru af þjóðarbrotum ættuðum frá Indlandi í meira mæli. Frá Phu var um 4-5 tíma gangur í grunnbúðir Himlung Himal sem staðsettar eru á grónum jökulruðningi í um 4.800 metra hæð og þegar sú ganga var u.þ.b. hálfnuð opnaðist í fyrsta sinn tilkomu- mikil sýn á fjallið og nálæga tinda. Næstu þrjár vikur ferðarinnar voru svo nýttar í að klífa fjallið með hefðbundinni aðferðafræði, þar sem tvennar tjaldbúðir voru settar upp ofan grunnbúða og farið í hæðaraðlögunarferðir, þar sem gengið var og gist sífellt hærra í fjallinu, með hvíldardög- um í grunnbúðum inn á milli. Við höfðum gert ráð fyrir nokkuð rúmum tíma í ferðina enda margt sem getur orðið til tafa í svona ferðum; aðstæður, veðurfar, veikindi og fleira og það reyndi sannarlega á það. Daginn eftir fyrsta aðlögunartúrinn á fjallið, þar sem gengið var upp í fyrstu búðir í ríflega 5.400 Pétur, Einar og Matthías á leið upp í aðrar búðir. MYND: VALDIMAR HARÐARSON STEFFENSEN Grunnbúðir með Karma Himal (6.421 m y.s), Himlung Himal 7.092 m y.s.) í baksýn. MYND: VALDIMAR H. STEFFENSEN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=