Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

48 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 É g þurfti lítillar sannfæringar við á vor- mánuðum þegar gamlir félagar mínir úr undanfaraflokkum Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og Björgunarsveitinni Ársæli gáfu mér færi á þátttöku í 5 vikna leiðangri á fjallið Himlung Himal sem teygir sig upp í 7.126 metra hæð á landamærunum að Tíbet, á fremur fáförnu svæði sem liggur á milli Annapurna og Manaslu í miðhluta Nepal. Með góða hvatningu af heimavígsstöðvum og sveigjanleika af hálfu vinnuveitanda þá var undirbúningur settur á fullt með tilheyr- andi offjárfestingu í nýjum viðlegubúnaði og með lítið eitt aukinni hreyfivirkni. Verandi flestir dottnir eða að detta á sextugsaldurinn, þá samanstóð hópurinn af fjórum félögum Hjálparsveitar skáta í Kópavogi og tveim- ur Ársælsmönnum sem allir voru virkir í undanfarahópum þessara sveita undir lok síðustu aldar. Þaðan liggja rætur kunnings- skaparins en þétt vinatengsl liggja víða á milli okkar sem störfuðu í undanfarahópum stærstu björgunarsveitanna á höfuðborgar- svæðinu á þessum árum og eru þau tengsl gjarnan helst ræktuð í kringum fjallaferðir af ýmsum toga. Í vor var heimsfaraldurinn heldur í rénun og miklar vonir bundnar við bólu- setningar en þegar nær dró brottfarardegi kom upp svæsin fjórða bylgja faraldurs sem sló tímabundinni óvissu á ferðaáætlun auk þess sem óljósar upplýsingar og á stundum misvísandi bárust okkur um mögulegar ráð- stafanir vegna þessa í Nepal. Á tímabili leit út fyrir að okkur yrði gert að dvelja allt að 7-10 daga í sóttkví en við afréðum að bíða átekta Lengi lifir í gömlum glæðum Háfjallaleiðangur eldri undanfara HSSK á Himlung Himal (7.126 m y.s.) í Nepal á haustmánuðum 2021 Fyrstu búðir með Gyaji Kang (7.074 m y.s) í baksýn. MYND: VALDIMAR HARÐARSON STEFFENSEN Einar og Pétur greinarhöfundur í Phu Gaon í 4.200 m y.s. hæð. MYND: EINAR K. STEFÁNSSON Matseld á leið í grunnbúðir. MYND: EINAR K. STEFÁNSSON

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=