Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
46 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Föst rúta í Krossá 27. ágúst kl. 11:45 F1 Neyðarlínan hafði samband við bakvakt HSSK og óskaði eftir að félagar okkar sem væru í Þórsmörk aðstoðuðu vegna rútu sem var föst í Krossá. Bak- vakt hafði samband við einn þeirra og þau hlupu strax til og fóru með skálavörðum í verkefnið. Vel gekk að koma fólki í land en aðeins lengri tíma tók að koma rútunni á þurrt. 7 félagar tóku þátt í björg- uninni, þar á meðal þeir sem trítluðu á Valahnjúk daginn áður. Leit í Reykjavík 7. september kl. 21:49 F2 Þegar þetta útkall kom vildi svo vel til að fjöldi fólks var í húsi, eða á leið í hús, eftir Esjuhlaupaæfingu sveitarinnar. Fyrstu hópar voru því snöggir af stað til leitar. Hópur frá okkur fann viðkomandi heilan á húfi og það var því mikil gleði þegar þau komu í hús. Okkur þykir ávallt gott að vera til taks og enn betra að finna og veita týndum og slösuðum viðeigandi aðstoð - góður endir á útkalli gefur okkur orku í öll hin." 18 manns tók þátt í aðgerðinni. Slasaður einstaklingur í Nátthaga 10. september kl. 18:00 F2 Kópur 4 var á leiðinni á gosvakt en fær uppkall frá neyðarlínunni þegar þau eru að renna inn í Grinda- vík og eru beðin að fara beint inn í Nátthaga vegna slasaðs einstaklings sem þar væri. Það tók um tvo tíma að flytja viðkomandi á fæti að Kóp 4 enda ekki ökufært inn Nátthagann. 2 félagar voru á Kóp 4 og einn í bækistöð. Akurey - vélarvana slöngubátur 19. september kl. 21:53 F1 Lítill harðbotna slöngubátur strandaði á skeri nálægt Akurey. Stefnir fer til aðstoðar ásamt fleiri björgunarbátum. Slæmt veður var og farþegar bátsins komnir í sjóinn þegar var komið ar. Á meðan þessi aðgerð var í gangi kom annað útkall vegna manns í Esju. 10 manns komu að þessu útkalli. Gunnlaugsskarð - aðstoð 19. september kl. 22:48 F2 Göngumaður í vandræðum á Esju, ofan við Gunn- laugsskarð. Tveir undanfarar okkar fara beint frá heimilum sínum á staðinn og úr Björgunarmiðstöð fer einn hópur á öflugum jeppa. Snælduvitlaust veður var á fjallinu og gekk hægt að koma viðkom- andi niður. 7 manns fóru í þetta útkall. Höfuðborgarsvæðið - appelsínugul viðvörun 21. september kl. 14:33 F3 3 hópar voru í verkefnum hjá okkur og einn tilbúinn í húsi. Mest var um fjúkandi trampólín sem þurfti fergja. Eitt verkefni flaug nánast í fangið á okkur þegar félagi rak augun í að segl var að losna á skútu í höfninni, beint fyrir framan hús hjá okkur. 15 manns komu að þessu útkalli. Leit í Selvogi 26. september kl. 00:58 F2 Sveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til vegna aðstoðar við sveitir af Suðurnesjum við leit í Selvoginum. Áður en fyrsti bíll frá sveitinni komst út fyrir borgarmörkin kom afturköllun. 7 manns voru komnir í verkefnið þegar afturköllun kom. Óveður Norðurland og Vestfirðir 27. september kl. 17:00 F2 Vegna slæmrar veðurspár og snjóflóðahættu óskaði landsstjórn björgunarsveita eftir því að snjóbíll HSSK færi vestur á firði og yrði til staðar ef eitthvað kæmi upp á. Bílar frá öðrum sveitum voru sendir á aðra staði á landinu. Snjóbíll á vörubíl og einn jeppi með mannskap fóru vestur og voru staðsettir á Þingeyri. Blessunarlega kom ekkert upp á og var mannskapur og tæki komin í hús aftur 2 sólarhring- um eftir að fyrstu boð bárust um yfirvofandi beiðni. 5 manns fóru vestur og 2 voru í bækistöð. Leit í Garðabæ 2. október kl. 21:06 F2 Viðkomandi fannst áður en fyrstu hópur náði að fara úr húsi hjá okkur og leit var afturkölluð. 5 manns voru komnir í hús. Leit að unglingi í Hafnarfirði 6. október kl. 19:02 F3 Fjórir hópar á bílum og sexhjól fóru til leitar. Ung- lingurinn fannst einni og hálfri klst eftir að útkall barst. 18 félagar fóru í útkallið Hafnarfjörður, týnt barn 8. október kl. 21:49 F2 Barnið fannst nokkrummínútum eftir að útkall barst og áður en leitarfólk var mætt í hús. 3 félagar voru komnir í Björgunarmiðstöð þegar afturköllun barst. Álftanes, mannlaust víkingaskip 29. október kl. 11:23 F3 Óskað var eftir bát til að aðstoða við að koma mannlausu víkingaskipi frá Bessastaðanesi. Stefnir, björgunarbátur HSSK, var í slipp en Björg- unarsveitin Ársæll tók víkingaskipið í tog. 2 félagar í sveitinni komu að þessu útkalli. Reykjavík - leit að 10 ára barni 9. nóvember kl. 18:40 F2 Útkall barst þegar fundur var í gangi í Björgunar- miðstöð þannig að þrír hópar fóru strax úr húsi til leitar. Klukkustund eftir að útkall barst fannst barnið heilt á húfi. 9 manns sinntu þessu verkefni. Höfuðborgarsvæðið - óveður 13. nóvember kl. 15:27 F3 Suðaustan hvellur á höfuðborgarsvæðinu, nokkrar björgunarsveitir kallaðar út til að vera til taks vegna fokverkefna. Tveir hópar fóru úr húsi hjá HSSK og eltust við stillansa, einangrunarplötur og fleira. Rúmum tveim- ur tímum síðar var búið að leysa öll verkefni sem höfðu verið tilkynnt til 112. 10manns mættu í þetta útkall. Leit að manni ofan Borgarness 21. nóvember kl. 9:28 F2 Afturköllun kom 15 mínútum eftir að útkall barst en þá var búið að finna viðkomandi. 3 félagar voru mættir í Björgunarmiðstöð. Kópur snjóbíll við höfnina á Þingeyri. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=