Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
44 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Leit við gosstöðvarnar 25. júní kl. 19:56 F2 Umfangsmikil leit að Bandaríkjamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína í Merardölum. Sveitir af höfuðborgarsvæði voru kallaðar til eftir að leit hafði staðið yfir í nokkurn tíma. Frá okkur fóru gönguhópar, drónahópur og sexhjól. Maðurinn fannst heill á húfi rúmum sólarhring eftir að óskað var eftir aðstoð. Frásögn eins sem tók þátt í leitinni: Seinnipart dags, 25.06 var farið að grennslast um eftir bandarískum karlmanni, sem hafði orðið viðskila við konu sína. Þegar hún hafði beðið eftir honum, við bíl þeirra, í nokkra stund óskaði hún eftir aðstoð. Til að byrja með voru það meðlimir í Þorbirni sem sinntu leitinni, en fljótlega var síðan óskað eftir fleiri leitarhópum frá svæði 2. Það var síðan kl. 21.06 að ákveðið var að kalla einnig til allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir hópar á vegum HSSK fóru á vettvang ásamt því að mannskapur var í bækistöð. Leitað var alla nóttina og voru hóparnir okkar að koma í hús um kl. 06. ummorguninn. Þegar þeir komu í hús fór ég úr bækistöð HSSK suður til Grindavíkur til að vera þar í VST (vettvangsstjórn) þegar leit byrjaði að nýju. Á meðan sá Vala um fjarvinnu fyrir VST frá Kópavogi. kl. 07.30 tókum við Bergvin (formaður Sveinunga) við stjórninni í Grindavík. Þá voru hópar enn við leit á svæðinu og fljótlega bættust fleiri við. Við Bergvin yfirgáfum Grindavík kl. 12.30 og héldum heim á leið í hvíld. Gerðum við þá ráð fyrir að mæta aftur um kvöldið ef að leit væri enn í gangi. Allan daginn voru hópar leitarmanna og þyrlur LHG að leita á svæðinu. Einnig sendi HeliAustria eina þyrlu frá sér á svæðið og flaug um stund með björgunarsveitarmönnum yfir svæðið. Á þessum tímapunkti var farið að huga að fleiri hópum til að koma til leitar næsta morgun. En kl. 19.16 bárust okkur gleðifréttir, maðurinn fundinn á lífi. Hann var síðan hífður í þyrlu LHG og fluttur á Landspítalann. Þessi leit kallaði á mikinn mannskap og mörg tæki. Alls tóku rúmlega 280 manns þátt í leitinni á einn eða annan hátt, björgunarsveitarmenn, lögregla, LHG og HeliAustria. Það var því þreyttur en mjög ánægður hópur sem sneri heim eftir þessa löngu og flóknu aðgerð. 17 félagar komu að þessari löngu leitaraðgerð. Bilaður húsbíll í námunda við Hallmundarhraun 4. júlí kl. 18:00 F4 Aðstoð við að koma biluðum húsbíl til byggða. 3 félagar komu að verkefninu. Bíll utan vegar í Langadal 11. júlí kl. 16:10 F2 Tveir sveitarbílar og sex manns á heimleið eftir gæsluverkefni á Borgarfirði Eystra komu að bifreið og aftanívagni utan vegar í Langadal, ekki langt frá Blönduósi. Sjá nánar í grein á blaðsíðu 14. 6 félagar komu að verkefninu. Vélavana bátur í minni Hvalfjarðar 2. ágúst kl. 15:27 F2 Stefnir fór til að aðstoða við björgun á vélarvana báti í minni Hvalfjarðar. Fólk var í húsi til að ganga frá eftir hálendisgæslu og viðbragðstími var því skjótur. 6 félagar tóku þátt í útkallinu. Aðstoð við sjúkraflutning á Seljalandsheiði 2. ágúst kl. 15:40 F2 Þrír félagar voru á heimleið eftir æfingaferð og fengu uppkall á Tetra talstöð frá 112. Beðið var um aðstoð þeirra við sjúkraflutningabíl sem var á leiðinni í verkefni á Seljalandsheiði. Þegar kallið kom var hópurinn staddur rétt við afleggjarann inn í Þórsmörk. Vel gekk að aðstoða við flutning á slös- uðum einstakling og fylgdarfólki hans. 3 félagar voru á staðnum og 2 í bækistöð. Reykjavík, týndur maður 12. ágúst kl. 21:46 F2 Innanbæjarleit. Tveir hópar fóru úr Björgunarmið- stöð. Nokkrir félagar mættu beint heiman frá sér á hjólum enda upphafspunktur leitar ekki langt frá heimilum þeirra. 12 félagar tóku þátt í leitinni. Maður í sjónum við Sandvík 15. ágúst kl. 10:38 F2 Óskað eftir Stefni til aðstoðar við leit á sjó við Reykjanes sem var búin að standa yfir í nokkurn tíma. Maðurinn fannst áður en Stefnir fór af stað. 5 félagar voru mættir í Björgunarmiðstöðina. Sjálfhelda í Valahnjúk 26. ágúst kl. 19:30 F3 Nokkrir félagar voru í Þórsmörk og því beðnir að aðstoða við að koma konu úr sjálfheldu í Valahnjúk. Ljúflega var brugðist við þeirri beiðni og verkefnið leyst í snarhasti. 5 félagar komu að verkefninu. Kópur 1 og Kópur 7 aðstoða í Langadal. MYND: AÐALSTEINN BALDURSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=