Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

42 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Leit í Reykjanesbæ 27. mars kl. 10:53 F2 Á sama tíma og verið var að aðstoða Hafnfirðinga með bátinn barst útkall vegna týnds einstaklings í Reykjanesbæ. Áður en fyrsti hópur náði að fara úr húsi barst afboðun. 10 manns voru komnir í hús til að fara til leitar þegar afturköllun barst. Leit við gosstöðvarnar 8. apríl kl. 21:45 F2 Tveir einstaklingar týndir við gosstöðvar og óskað eftir fleiri hópum til leitar. Fyrsti hópur var kominn í Hafnarfjörð og annar tilbúinn í húsi þegar mennirnir fundust. 13 félagar tóku þátt í aðgerðinni. Leit að 5 ára dreng í Árbæ 13. apríl kl. 8:28 F2 Drengurinn kom í leitirnar nokkrummínútum eftir að útkall barst. 1 félagi var kominn í hús. Kollafjörður - vélarvana sjófar 22. apríl kl. 17:52 F1 Smábátur í vandræðum. Sædís, minni bátur HSSK, lagði af stað á vettvang en gat snúið fljótlega við þar sem aðrir bátar voru komnir að bátnum. 6 félagar komu að aðgerðinni. Eftirgrennslan fyrir Landhelgisgæsluna 25. apríl kl. 15:30 F2 Stefnir, stærri bátur HSSK, var í æfingaferð og fékk uppkall frá Landhelgisgæslunni og var beðið um aðstoð við að kanna með bát sem vaktstöð siglinga hafði áhyggjur af. Ekkert athugavert fannst við leitina. 4 félagar komu að aðgerðinni. Svínaskarð - fastur bíll 27. apríl kl. 00:10 F4 Aðstoð við fastan bíl.3 félagar komu að aðstoðinni. Grásleppubátur með í skrúfunni 30. apríl kl. 14:20 F2 Óskað eftir aðstoð Stefnis. Útkallið berst upp úr hádegi á föstudegi og ekki tókst að manna bátinn áður en aðrir bátar höfðu lokið við verkefnið. 2 félagar voru mættir í bækistöð og einn í bátaflokk þegar afboðun barst. Sinubruni í Heiðmörk 4. maí kl. 17:00 F2 Aðstoð við slökkvilið vegna sinubruna í Heiðmörk. Tveir bílar sveitarinnar og nokkrir félagar voru í myndatökuverkefni í Heiðmörk þegar útkallið kom og fóru beint í lokanir að beiðni lögreglu. Snjóbíll (beltabíll) sveitarinnar, flestir bílar sveitarinnar og sexhjól fóru til aðstoðar. Sjá má umfjöllun og myndir í grein á bls 4 í blaðinu. 35 félagar komu að þessu mjög svo óvanalega útkalli. Elliðavatn, mannlaus bátur 12. maí kl. 00:11 F2 Mannlaus bátur var talinn á reki á Elliðavatni. Sveitin mætti á svæðið með mannskap, ljósabúnað, sexhjól og léttabát. Enginn bátur fannst á reki. 9 manns komu að aðgerðinni. Sækja Kóp 3 upp á Vatnajökul 16. maí kl. 07:00 F4 Farið á snjóbíl upp á Vatnajökul til að aðstoða við að koma einum jeppa sveitarinnar, sem bilaði í æf- ingaferð, til byggða. 3 félagar komu að aðgerðinni auk þeirra sem voru í æfingaferðinni. Vandræði á Hvannadalshnjúk 22. maí kl. 14:36 F3 Óskað var eftir aðstoð snjóbíls vegna vandræða í nágrenni Hvannadalshnjúks. Beiðnin var afturköll- uð rúmri klst síðar þegar bíllinn var kominn upp á Hellisheiði. 11 félagar komu að aðgerðinni. Höfuðborgarsvæðið - fokverkefni 28. maí kl. 17:23 F3 Stuttu eftir að aðalfundur hjálparsveitarinnar hófst í húsnæði sveitarinnar barst útkall vegna óveðurs. Óhætt er að segja að viðbragð hafi verið mjög gott enda fjölmenni í húsi á fundinum. Fjöl- mörg verkefni enduðu hjá þeim 3 hópum sem fóru út og voru þau að í fjórar klukkustundir að eltast við trampólín, veislutjald, skilti, kerrur, plötur og fleira. 16 félagar fóru í útkallið. Bátaútkall 6. júní kl. 11:18 - Sjómannadagurinn F1 Á sjómannadaginn barst útkall vegna vélavana báts. Áhöfn Stefnis var að koma í hús til að fara í siglingu í tilefni dagsins þannig að 5 mínútum eftir útkall var Stefnir að leysa landfestar. En þá barst afboðun þar sem búið var að koma bátnum til aðstoðar. 4 félagar komu að þessu útkalli. Stolinn bátur - aðstoð við lögreglu 11. júní kl. 17:00 F3 Óskað var eftir aðstoð í lögreglumáli þar sem bát og kafbát var stolið. Farið var á Stefni með tveggja manna áhöfn innanborðs ásamt 2 lögreglumönn- um. Aðgerðin gekk vel þar sem hægt var að bjarga bæði bátnum og kafbátnum. Erfiðar aðstæður voru: slæmt í sjó og vonskuveður. 5 manns komu að verkefninu. Aðstoð við lögreglu í vísbendingaleit 15. júní kl. 16:15 F3 Óskað var eftir sérhæfðum leitarmönnum. Aftur- köllun kom áður en mannskapur var kominn í hús. 1 félagi var kominn í hús að undirbúa verkefnið þegar afturköllunin kom. Kópur 3 kominn í tog hjá Kóp snjóbíl. MYND: VIKTOR EINAR VILHELMSSON St af fry Hj no fyr

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=