Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 41 Snjóflóð ofan við Horn 20. febrúar kl. 16:04 F2 Fjallabjörgunarverkefni, aðstoð í Borgarfirði. Þrír undanfarar fóru á staðinn og einn hópur var lagður af stað vestur þegar afturköllun kom. 12 manns tóku þátt. Kópavogshöfn - sjóslys 24. febrúar kl. 19:41 F1 Maður féll í sjóinn í Kópavogshöfn. Mannskapur var í húsi hjá sveitinni svo viðbragð var mjög snöggt og björgun gekk vel. 13 manns kom að aðgerðinni á einn eða annan hátt. Leit að konu við Kleifarvatn 2. mars kl. 21:53 F1 Útkall á þriðjudegi þegar Björgunarmiðstöðin er full af fólki á vinnukvöldi. Viðbragð var því snöggt. 2 hópar fóru strax af stað og næstu hópar voru að græja sig af stað þegar afturköllun kom. 24 félagar komu að aðgerðinni Leit að konu í Reykjavík 4. mars kl. 16:28 F2 Konan fannst áður en fyrsti hópur fór af stað úr húsi. 7 félagar voru komnir í hús þegar afturköllun barst. Fastur bíll á Krakatindsleið og bilaður á Landmannalaugaleið 13. mars kl. 00:56 F2 Félagar í sveitinni sem voru á ferð á Fjallabaki voru beðnir um að aðstoða sveitir á Suðurlandi í verk- efnum. Þau freistuðu þess að komast á vettvang vestur yfir Markarfljót en urðu frá að hverfa vegna aðstæðna í ánni. 8 félagar voru í ferðinni og 2 í bækistöð. Snjóbíll fastur í pytti norðan Landmannalauga 13. mars kl. 03:04 F3 Snjóbíll sveitarinnar og tveir jeppar fara til að aðstoða við að ná snjóbíl úr festu í krapapytti. 8 félagar tóku þátt í verkefninu. Leitaraðgerðir á Suðurnesjum 22. mars kl. 00:17 F2 Leit og aðstoð við fólk í nágrenni gosstöðva. Þar var mörgum örmagna einstaklingum bjargað á síðustu stundu. Einstaklingar höfðu farið af stað illa klæddir og einungis með farsímana sína meðferðis. Farsím- ar urðu fljótt rafhlöðulausir þegar fólk var að nota þá til að lýsa sér leið í myrkrinu. Þegar það skall svo á vonskuveður var ljóst að það þurfti að hafa snarar hendur til að bjarga fólki hér og þar í kringum goss- töðvarnar. Notast var við sírenur og blá blikkljós til að leiðbeina fólki út úr myrkrinu í átt að þjóðvegi. 15 félagar tóku þátt í leitaraðgerðunum. Leit að konu við gosstöðvar 27. mars kl. 03:36 F2 Leit að konu í nágrenni gosstöðva, hún fannst áður en fyrsti hópur fór frá okkur enda voru Suðurnesja- menn búnir að að vera að leita í nokkra stund áður en sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til. 5 manns voru komnir í Björgunarmiðstöð þegar afturköllun barst. Fiskaklettur vélarvana 27. mars kl. 10:40 F1 Fiskaklettur, björgunarbátur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, varð vélavana rétt utan við Hafnar- fjarðarhöfn. Stefnir, bátur HSSK, fór til að aðstoða við að koma honum til hafnar. 7 félagar komu að aðgerðinni. GRÆNT dagleg verkefni Slysi eða atburði er sinnt af fáum viðbragðsaðilum eða stofnunum. GULT stærri og flóknari aðgerðir Alvarlegt slys eða atburður svo sem leit á einu svæði eða þörf er á að margir viðbragðsaðilar eða stofnanir sinni verkefninu. RAUTT stórslys og hamfarir Mjög umfangsmikið slys eða atburður svo sem leit eða björgun við erfiðar aðstæður eða á mörgum svæðum. Þörf á aðkomu mikils fjölda viðbragðsaðila eða stofnana og aukin þörf á samhæfingu og stjórnskipulagi almannavarna. SVART þjóðarvá Þjóðarvá; hamfarir eða atburðir sem hafa áhrif á mörg umdæmi á sama tíma. Þörf á forgangshraða viðbragðsaðila ræðst af alvarleika slyss eða atviks F1 - Mesti hraði F2 - Mikill hraði F3 - Lítill hraði F4 - Ekki forgangur Við útkallsboðun er notað litakerfi til að veita viðbragðsaðilum upplýsingar um hversu mikils viðbúnaðar sé þörf Slasaður einstaklingur við gosstöðvar búinn undir flutning. MYND: VILHELM GUNNARSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=