Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
40 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 ÚTKÖLL ÁRSINS 2021 þriggja annarra bíla með ljóskastarana og mann- skap. Aðstoð var afturkölluð þegar hóparnir voru komnir á Selfoss. 21 félagi kom á einn eða annan hátt að þessari aðgerð. 2021 Móskarðshnjúkar - slys 10. janúar kl. 14:23 F1 Slys í Esjuhlíðum við Kerhólakamb. Félagar í sveitinni sem voru á ferðinni í einkaerindum voru nálægt slysstað og fóru beint á staðinn. Hópur undanfara var við æfingar í Hvalfirði pökkuðu saman í skyndi og héldu af stað áleiðis að Esjunni. Einn hópur fór úr Björgunarmiðstöð. Áður en þessu útkalli lauk kom annað útkall vegna göngufólks á Esju enda var færðin á fjallinu mjög slæm. 21 félagi kom að þessari aðgerð. Slys í Esju - Kerhólakambur 10. janúar kl. 17:00 F2 Þetta útkall kom ofan í Móskarðshnjúkaútkallið. Undanfarar sem voru komnir úr Hvalfirðinum mættu beint á staðinn ásamt hóp úr Björgunarmið- stöð. Þolendur í þessu atviki voru fluttir í bæinn af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 14 félagar tóku þátt í aðgerðinni. 2005 0 10 20 30 40 50 60 70 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Fjöldi aðgerða eftir árum 1. desember - 30. nóvember Höfuðborgarsvæðið - foktjón 1. desember 2020 kl. 19:38 F3 SV stormur á höfuðborgarsvæðinu. Tveir hópar fara út í verkefni út um allt höfuðborgarsvæði. Einn hópur var tilbúinn í húsi. 16 manns tóku þátt í aðgerðinni. Leit við Esjustofu 3. desember 2020 kl. 18:45 F2 Leit við Esju að týndri manneskju. 23 félagar tóku þátt í aðgerðinni. Slys í Gunnlaugsskarði 5. desember 2020 kl. 12:43 F1 Leit og aðstoð á slysstað í Gunnlaugsskarði. Einn hópur fór á staðinn, annar var tilbúinn í húsi. 11 manns tóku þátt í aðgerðinni Aðstoð vegna aurflóða á Seyðisfirði 18. desember 2020 kl. 17:31 F2 Sveitin var beðin að manna hóp með ljóskastara og rústabjörgunarbúnað til að fara austur. Vörubíll sveitarinnar með rústagám lagði af stað auk Frá desember 2020 til nóvemberloka 2021 hefur sveitin farið í 53 útköll. Inni í þessum tölum eru ekki upplýsingar um verkefni sem komu þegar sveitin var á hálendisvakt né heldur allar gosvaktirnar, sem urðu 65 talsins. 10 útköll voru F1, 29 útköll voru F2, 11 útköll voru F3 og 3 útköll voru F4. n Fjöldi aðgerða n Hlaupandi meðaltal
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=