Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
4 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 M ánudagurinn 4. maí byrjaði rólega með kaffibolla í vinnunni. Það leit út fyrir að á þessum fallega sumardegi myndi ég fara út að hjóla eftir vinnu með félögunum. Klukkan fjögur fóru fréttir að berast af eldsvoða í Heiðmörk og ég hugsaði: „Best að fara ekki þangað á hjólinu…” Fljótlega fóru að berast boð um erfiðleika við að ná tökum á eldinum og að erfitt reyndist hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðis að koma búnaði á milli staða í skóginum. Gripið var því til þess ráðs að kalla út vörubíl HSSK og Hågglund beltabíl til aðstoðar við flutning á búnaði og slökkviliðsmönnum. Áður en ég vissi af var ég á leiðinni í Heiðmörk á Hägglund en ekki hjólandi. Aðkoman í Heiðmörk var ekki falleg; mikill reykur og eldspýjurnar voru vel sjáanlegar. Fyrsta verkefnið okkar í HSSK var að komast á Hägglund að dælubílum sem voru fastir í drullu. Þegar ég vaknaði þennan morgun þá sá ég ekki fyrir mér að ég myndi aka á Hägglund snjóbíl í gegn- um eldhaf átta klukkustundum síðar. Það sem eftir lifði dags voru félagar HSSK að ferja dælur og slöngur í gegnum skóginn og hjálpa til við að slökkva í glæð- um hér og þar. Allt fór þetta á besta veg en ég væri til í að vera í einhverju öðru en Goretex regnfötum næst þegar útkall verður vegna bruna. Viktor Einar Vilhelmsson Sinubruni í Heiðmörk María flýr eldinn. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR Dælum og slöngu komið inn í snjóbílinn. Arnar fylgist með ofan af þaki. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR Ekki góð aðkoma í Heiðmörk. MYND: ARNAR ÓLAFSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=