Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
38 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Fatahreinsun Kópavogs Hamraborg 7 (norðanmegin), 200 Kópavogi Sími 554 2265, Netfang: fako@simnet.is FAKO www.natkop.is - natkop@natkop.is B átaflokkur lét sig ekki vanta á landsæf- ingu björgunarsveita þann 2. október síðastliðinn. Þrír félagar voru í áhöfn á björgunarskipinu Stefni sem hóf daginn á svaðilför í átt að Reykjavíkurhöfn en allir slöngubátar sem ætluðu að taka þátt í æfingunni þurftu frá að hverfa þar sem talsverður sjór var þennan dag. Á leiðinni fengum við fyrsta verkefni af löngum lista. Það var leitarverkefni sem eru ein algeng- asta ástæða þess að sjóbjörgunarflokkar eru kallaðir út. Með viðeigandi upplýsingum um þann týnda, bátinn og venjur þeirra á sjó var verkefnið leyst hratt og vel þar sem báturinn fannst í skjóli frá veðrinu í Leiruvogi. Næst var brunað inn að Reykjavíkurhöfn þar sem beið okkar bátur sem átti að draga inn í höfn og var það leyst með dráttar- pollum og pelastikk þar sem við beittum mismunandi aðferðum við að koma bát í örugga höfn og gekk það eins og í sögu, enda þaulæft. Þar á eftir var förinni heitið í dæluverkefni þar sem vatnsdæla var notuð til þess að tæma fiskiker en það gaf okkur einnig færi á að prófa nýjan dælustút sem gæti gert okkur kleift að nýta sjó til þess að sprauta yfir eld eða annað tilfallandi og eru uppi hugmyndir um að þróa þá aðferð enn frekar. Því næst var komið að blindsiglingu þar sem dúkur var festur fyrir glugga Stefnis. Þá var mikilvægt fyrir áhöfnina að kunna vel á siglingatækni og að eiga góð samskipti í gegnum fjarskiptabúnað þar sem einn var úti á dekki að lýsa aðstæðum fyrir þeim sem voru við stýri. Stefnir komst á áfangastað án nokkurra árekstra en æfingin undirstrikaði mikilvægi þess að eiga skýr og góð samskipti í krefjandi aðstæðum. Síðasta verkefni dagsins var að finna björgunarbát eftir uppgefnum hnitum en hann átti að hafa sést á hvolfi og óljóst hvort einhver hafi verið um borð. Tveir úr áhöfn stukku út á bátinn og komu honum í réttan kjöl og staðfestu að það var einstaklingur (dúkka) um borð sem að sjálfsögðu var boð- ið upp á heitt að drekka og gott spjall. Æf- ingin staðfesti hvar styrkleikar hópsins liggja og hvað þarfnast frekari æfinga. Þrátt fyrir veður og fámennt lið þá tókst áhöfn að klára öll þau verkefni sem lögð voru fyrir með miklum sóma eða þar til siglingatæki biluðu og við þurftum frá að hverfa og sigla eftir siglingabaujum frá Reykjavík til heimahafnar í Kópavogi. Við þökkum skipuleggjendum fyrir vel heppnuð og fjölbreytt verkefni og bíðum eftir landsæfingu 2022 með mikilli eftirvæntingu. María Gústavsdóttir Þorvaldur (Valdi) Hafberg Landsæfing björgunarsveita Bjarki Húnn prófar nýjan dælustút. MYND: MARÍA GÚSTAVSDÓTTIR Þorvaldur Hafberg æfir blindsiglingu. MYND: BJARKI HÚNN SVAVARSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=