Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 37 BÍLAMÁL -bílamálun og réttingar Bílamálun • Tjónaskoðun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti Vinnum fyrir öll tryggingafélög 534 0016 bilamal@bilamal.is Skemmuvegur 26, blá gata 200 Kópavogur Seinni daginn var spennustigið ögn lægra. Eftir um klukkustundar siglingu vor- um við komin að upphafsstað hefðbundnu dagsferðarinnar í Jökulsá austari. Eftir það þekktu leiðsögumennirnir aðstæðurnar vel og afleiðingarnar af því að detta útbyrðis minnkuðu. Til að gera langa sögu stutta þá syntu allir, bæði viljandi og óviljandi. Við æfðum sjálfsbjörgun, félagabjörgun og björg- un á fólki úr öðrum bátum. Að ógleymdu sátum við fyrir á gommu af hasartöffara- myndum. Nú spyrja sig ef til vill einhverjir, er þetta björgunarsveitarfólk alltaf bara að leika sér? Ekki alltaf nei, en vissulega er hvetjandi að æfingaferðir séu skemmtilegar. Þetta er jú allt gert á eigin tíma og að hluta til á eigin kostn- að. Ferðin í lok ágúst var bæði ævintýraleg og einstaklega lærdómsrík. Allir þátttakend- ur fóru út fyrir þægindarammann, í óþekktar og krefjandi aðstæður, þar sem reyndi m.a. á lestur straumvatns, rétt viðbrögð undir pressu, samvinnu og líkamsbeitingu. Okkur þótti gott að hafa hópinn blandaðan af björgunarsveitarfólki úr tveimur sveitum og reyndum leiðsögumönnum, þannig gátu allir lært eitthvað hver af öðrum. Auk þess ýtti ferðin enn frekar undir áhuga á straumvatns- björgun og margar hugmyndir að frekari æfingum voru ræddar í kjölfarið. Heiður Þórisdóttir Búnaður straumvatns- björgunarmanns  Þurrgalli  Flotvesti  Hjálmur  Skór sem grípa vel í bleytu  Kastlína (fyrir félagabjörgun)  Hanskar og e.t.v. hetta  Ýmis aukabúnaður kemur sér vel, t.d. flauta, hnífur, ljós  Ýmis sameiginlegur búnaður, s.s. sjúkrabúnaður, viðgerðarsett, sérhæfðari björgunarbúnaður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=