Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

36 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 H elgina 27. - 29. ágúst fóru tólf straum- vatnsbjörgunarmenn og -konur úr HSSK og Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík norður í land til að æfa sig í stærri flúðum en venjulega og styrkja tengsl við fagfólk á svæðinu. Markmiðið var að sigla á tveimur dögum um 70 km leið niður Aust- ari-Jökulsá. Við fengum til liðs við okkur reyndustu leiðsögumenn Viking rafting og lögðum af stað frá höfuðstöðvum þeirra í bítið á laugar- dagsmorgni. Eftir nokkurra klukkustunda hoss inn á hálendi og undirbúnings fólks og búnaðar var lagt af stað niður ána á tveimur raftbátum og þremur straumkajökum. Fyrsti dagurinn var að hluta til könnunar- leiðangur. Sjaldan er siglt svona ofarlega í ánni auk þess sem rennsli var óvenju mikið og aðstæðurnar því óþekktar. Settar voru tvær reglur: “Bannað að detta útbyrðis” og “Ef þið dettið, syndið í land! Ekki búast við hjálp.” Þessi dagur snerist s.s. ekki um að æfa björgun, heldur um að æfa sig að vera og ferðast í krefjandi aðstæðum og lesa ána. Flúðasiglingar byggjast á mikilli sam- vinnu. Allir þurfa að róa kröftuglega og í takt og bregðast rösklega við fyrirmælum stjórnandans. Eftir því sem aðstæður verða meira krefjandi eykst mikilvægi skilvirkni og samhæfingar og því var siglingin líka fyrirtaks æfing í þeim þáttum. Sem betur fer gekk samvinnan vel, enginn datt út í og við komumst klakklaust í land við skálann Hildarsel. Þar teygðum við á þreyttum vöðvum, grilluðum, lögðum drög að næstu æfingum og sofnuðum þreytt. Vindurinn blés kröftuglega þessa nótt og ófáir fundu hjá sér þörf um nóttina til að fara út að gá að bátum og búnaði. Litur: CMYK 100, 83, 29, 15 RGB 26, 63,112 Rússíbanareið niður Austari-Jökulsá MYNDIR: MIRTO MANGHETTI, VIKING RAFTING

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=