Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
34 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 A ð halda hjálparsveit gangandi í heims- faraldri hefur reynst ákveðin áskorun en með samstilltu átaki og lausna- miðaðri hugsun höfum við náð að halda sveitinni útkallshæfri síðustu 20 mánuðina. Strax frá fyrsta degi leitaðist sveitin í hvívetna við að fylgja tilmælum sóttvarna- yfirvalda en starfið var í algjöru lágmarki í fyrstu bylgju faraldursins. Tilmælum var beint til félaga að mæta ekki í bækistöð nema til að sinna nauðsynlegu viðhaldi tækja og búnaðar sem og í útköllum. Vinnu- kvöldum, sem venjulega fara fram á þriðju- dögum, var skipt á öll virk kvöld og félögum dreift á dagana til að minnka samgang. Þrif voru aukin í Björgunarmiðstöðinni og einstaklingsbundnar sóttvarnir í hávegum hafðar. Félagar voru beðnir um að starfa einungis með sínum aðalflokki og þegar til útkalla kom var vel haldið utan um hverjir færu saman í farartæki svo auðvelt væri að rekja ferðir fólks. COVID-19 hlífðarbúnaði var komið í öll farartæki ef á þyrfti að halda og félagar fengu viðeigandi fræðslu. Við fórum bjartsýn inn í haustið 2020 og mættu um 80 manns til okkar á ný- liðakynningu. Fljótlega varð þó ljóst að COVID-19 verkefnið myndi vara lengur en nokkra mánuði, en þá fór af stað vinna við gerð sóttvarnaráætlunar fyrir HSSK með það að markmiði að minnka smithættu á milli félaga og skráðar viðmiðunarreglur til að styðjast við þegar hert og slakað yrði á reglum á víxl. Áætlunin tók mið af al- mannavarnastigum og í október 2020, þegar lýst var yfir neyðarstigi, fórum við á hæsta viðbúnaðarstig og skelltum nánast í lás. Starf nýliða 1 lagðist fljótlega af, en með 20 manna samkomutakmörkunum var erfitt að halda úti námskeiðum og ferðum fyrir þetta stóran hóp. Áhersla var lögð á starf innan flokkanna og að nýliðar 2 næðu að klára sín námskeið. Félgar dóu þó ekki ráðalausir, fundir voru færðir yfir í fjartengingu og í stað árshátíðar var haldið rafrænt BINGÓ með sólstrandarþema og glæsilegum vinningum. Auk þess var boðið upp á rafræna flugelda- sölu þar sem einstaklingar gátu þá keypt flugelda á heimasíðu HSSK og fengið vörur afhentar fyrir utan Björgunarmiðstöðina. Haustið 2021 fór starfið að ganga nokkurn veginn sinn vanagang. Sú breyting var þó gerð að inntökuferlið í nýliðastarf var hert þar sem við sáum okkur ekki fært að taka við stórum hópi nýrra félaga þetta árið. Við erum orðin fljót að bregðast við hertum aðgerðum, kunnum orðið til verka og bless- unarlega höfum við sloppið við smit sem rekja má til starfs sveitarinnar. Í nóvember var til að mynda haldinn stefnumótunar- dagur HSSK, en með fjölgandi smitum var fundurinn í snarræði færður í bílasalinn þar sem rými er meira og loftræsting betri. Fé- lögum var skipt í hópa og hver hópur hafði sitt borð. Samgangur var þannig takmark- aður ásamt grímuskyldu og sótthreinsun handa við komu í salinn. Veitingar í hléi voru bornar innpakkaðar á borðin. Ýmislegt höfum við einnig lært og sem dæmi má nefna að sveitarfundum, sem haldnir eru mánaðarlega, er nú alltaf streymt, svo félagar sem ekki eiga heiman- gengt geta fylgst með. Hefur það fyrirkomu- lag gefist afar vel. Einnig er auðveldara að kalla félaga til fjarfunda með skömmum fyrirvara og þannig fá hin ýmsu mál hraðari og skilvirkari afgreiðslu. Eins og aðrir vonum við þó að þessu stóra sóttvarnaverkefni ljúki sem fyrst en þangað til er ekkert annað að gera en að stíga ölduna og halda ótrauð áfram. Ragna Sif Árnadóttir varaformaður HSSK Félagar HSSK stíga ölduna og tækla COVID-19 Nýliðar 2 passa upp á fjarlægðartakmarkanir í hópmyndatöku á snjóflóðanámskeiði á Ólafsfirði. MYND: PERLA MAGNÚSDÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=