Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

32 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 É g mætti út í björgunarmiðstöð ekki vitandi hvernig þetta færi allt fram, mín fyrsta gosvakt. Maggi, félagi í sveitinni, kom svo og leiðbeindi okkur. Ákveðið var að ég og Jackie færum saman á bíl og fórum við á Kóp1. Þetta var í fyrsta skipti sem ég keyrði bíl í útkalli og fannst mikill heiður af því. Við Jackie vorum báðar ákveðnar í að standa okkar vakt og labba síðan upp að gosi. Við fórum til Grindavíkur og skráðum okkur inn hjá Völu okkar sem var í vettvangs- stjórn, úti í Birninum. Hún lét okkur hafa verkefni, sem var að hjálpa lögreglunni við umferðarstjórn við upphaf gönguleiðar. Við keyrðum upp að gám og hittum þar ungan lögreglumann að stoppa bíla og sögðu honum að við værum þarna komnar til að aðstoða hann. Hann bað okkur að hjálpa sér að stoppa hvern bíl, láta bílstjórana hafa miða og biðja þá að fylla út hversu margir væru í bílnum, símanúmer og hvenær þau væru væntanleg til baka ofan af gossvæði, svo að ekki þyrfti að leita fólki ef það skyldi bílana sína eftir. Við stóðum öll þrjú í línu á miðjum veginum og stoppuðum alla bíla. Það sem var skemmtilegt við þetta var í hversu góðu skapi allir voru sem voru á leið upp að gosinu. Allir voru til í að fylla út miðann og setja í bílrúðuna. Aðal vandamál skipulagsins var að ekki voru allir með skriffæri og því þurfti fólk að fá lánað frá okkur, sem tafði verkefnið. En þetta gekk allt saman. Þetta gerðum við í tvo tíma þar til lögreglumaðurinn kom allt í einu til okkar og sagði að nú væri algjör viðsnún- ingur því að ný sprunga væri að opnast, búið væri að loka svæðinu og við ættum að segja öllum bílum að fara heim. Það tóku þessu allir vel, meira að segja Akureyringarnir sem höfðu gert sérstaka ferð að norðan til að skoða gosið, en gleðin dofnaði þó. Lögreglan lokaði veginum við Grindavík þannig að smám saman hættu bílar að koma og verkefni okkar lauk. Þá fórum við að fylgjast með fólkinu á leið niður. Þarna var fólk úr öðrum björgunar- sveitum sem var gaman að spjalla við. Þá kom kall frá Völu í vettvangsstjórn. Við Jackie vorum beðnar að leysa af vaktina við Skála Mælifell. Þá var engin girðing kom- in. Við fengum skýrar reglur um að aðeins vísindafólk og fjölmiðlafólk með mælitæki mættu fara í gegn og við þyrftum að tilkynna alla inn á svæðið. Við stilltum bílnum með rassinn upp í brekkuna og biðum. Fyrst var ekkert að gera, allt sallarólegt. En svo varð þetta eins og á umferðarmiðstöð. Þá hafði komið í ljós að þetta var besta leiðin til að keyra upp eftir til að sjá nýju sprunguna og allir vildu fara þessa leið. Það var nóg að gera að tala við alla, fá leyfi, hleypa inn, snúa við og spjalla við þá sem voru að hleypa úr. Tilvonandi formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kom með hóp manna og við ákváðum að hleypa honum í gegn. Það sem einkenndi andrúmsloftið (nema hjá þeim sem við snérum við) var gleði og spenningur. Svo kom að því að vaktin var búin og við keyrðum Krýsuvíkurleiðina heim í Kópavog – því nú máttum við ekki lengur fara upp að gosi! Sólveig Þorvaldsdóttir Sjónarhorn gæslumanns í umferðarstjórnun Knapi: Flosi Ólafsson Síðustu bílar að gossvæði. MYNDIR: SÓLVEIG ÞORVALDSDÓTTIR Nýi gígurinn var fljótur að stækka og fylla svæðið, þar sem sjúkratjaldið hafði verið, af hrauni. MYND: BRAGI VALGEIRSSON

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=