Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

30 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 É g var mættur á vakt á sexhjólinu um klukk- an 8:30 um morguninn og fór í eftirlitsferð um svæðið. Allt var með kyrrum kjörum. Um hádegi hitti ég Aðalstein upp við gosstöðvar og við horfðum á náttúruöflin nokkra stund. Þegar Vala kallaði í stöðina og bað um lokun á svæðinu var ég á leiðinni niður frá gosstöðv- unum og var beðinn að fara beint í aðstoð við rýmingu gönguleiða. Vala var það alvarleg þegar hún kallaði þetta í út að manni varð ekki alveg um sel og fyrsta hugsun var að vonandi myndi nú enginn slasast eða eitthvað þaðan af verra. Ég, ásamt mannskap á fjórhjólum frá Stjörnunni, fórum fyrst inn í Nátthaga til að kanna mannaferðir þar og vísa fólki frá. Meirihluti fólks tók vel í beiðni okkar en inn á milli voru þó nokkrir sem urðu frekar pirraðir. Að lokum fórum við upp í Nátthagakrika og fluttum nokkra örmagna einstaklinga niður að grunnbúðum. Knútur Kjartansson Þ ann 5. apríl var ég á vakt sem byrjaði rétt fyrir miðnættið. Nóttin var mjög róleg, nánast ekkert að gera. Þar sem þetta var afmælisdagur minn ákvað Vala (sem var í vettvangs- stjórn á gossvæðinu) að færa mér það að gjöf að fá björgunarsveitina Stjörnuna til að leyfa mér að fljóta með upp á gossvæðið frá grunnbúðum. Því var það að rétt fyrir hádegi horfði ég á gíginn og það sjónarspil sem honum fylgdi. Um 20-30 mínútum eftir áhorfið var ég kominn aftur í grunnbúðirnar, tilbúinn til heimferðar eftir rólega vakt og skemmtilega upplifun. En.... þá heyrist í Völu segja í talstöðina „til allra björgunarsveita, stoppið alla umferð upp að gossvæði og rýmið svæðið. Það var að opnast nýr gígur“. Björn Bjarnarson var með mér á vaktinni, en hann stökk strax af stað ásamt félögum Björgunarfélags Vestmannaeyja, til að snúa göngumönnum frá gosinu . Ég var sendur á lokunarpóst við Skálamælifell, þannig að í stað þess að vera kominn heim í bækistöð HSSK upp úr hádegi þá lögðum við Björn af stað heim á leið upp úr 17. Ansi viðburðaríkur og eftirminni- legur afmælisdagur. Aðalsteinn Baldursson Sjónarhorn gæslumanns á sexhjóli Sjónarhorn næturvaktarinnar Þ egar tilkynnt var að rýma ætti svæð- ið þar sem sprungan hafði myndast fór ég strax af stað frá grunnbúðum að gossvæðinu ásamt félögum í Björg- unarfélagi Vestmannaeyja. Á leiðinni upplýstum við fólk og báðum það um að snúa við því að búið væri að loka svæðinu. Við fórum alla leið upp á gosstað, neðri leiðina og svo alveg upp að B leið og upp fyrir allt „gamla“ svæðið. Þar vorum við í raun í beinni línu við syðsta hluta nýju sprungunnar. Því næst fórum við til baka og aðeins austur í átt að Meradölum áður en við héldum til baka niður af fjallinu. Það gekk misvel að ná fólki niður. Fólk var auðvitað forvitið og sumir sátu með börnin sín að drekka kakó og fylgjast með hamförunum. Aðrir voru ekki alveg á því á láta trufla fyrir þeim gæðastund þrátt fyrir að næsta sprunga gæti þess vegna opnast undir þeim. Björn Bjarnarson Það voru ekki margar klukkustundir frá því sprungan opnaðist þar til hún var búin að ná yfir svæðið þar sem tjaldið stóð. MYND: BRAGI VALGEIRSSON

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=