Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 3 Þ á líður að lokum á enn einu viðburðarríku starfsári Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Eftir krefj- andi starfsár 2020, þar sem starfið litaðist af samkomu- takmörkunum og fjarfundum, mynduðust fleiri tækifæri til að vinna saman í hópum, halda námskeið og æfingar árið 2021 sem var ánægjulegt fyrir félagsþyrsta meðlimi sveitarinnar. Þegar sá tími ársins gengur í garð að félagar sveitarinnar undirbúa flugeldasölu og áramótablað HSSK er sannarlega við hæfi að líta til baka og velta fyrir sér hvað hefur staðið upp úr á síðasta starfsári. Þann 19. mars 2021 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Frá upphafi eldgossins og fram að óljósum lokum þess tók HSSK markvisst þátt í gosvöktum, til að styðja við öryggi ferðalanga sem vildu berja eldgosið augum. Öflug þátttaka sveitarinnar fór ekki framhjá heimamönnum í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og mynd- aðist góður vinskapur á milli sveitanna sem skiptust á kveðj- um og gjöfum á aðalfundum sveitanna á árinu sem er að líða. Dugnaður og elja félaga í sveitinni á gosvöktunum var svo sannarlega til eftirbreytni. Mikil uppbygging íbúða- byggðar á sér stað í kring- um húsnæði sveitarinnar á Kársnesi ásamt því að kynning á nýju deiliskipulagi á svæðinu er aðgengileg. Ljóst er að breytinga er þörf á staðsetningu björgunarmiðstöðvar HSSK. Á fundi bæjarráðs Kópavogsbæjar fyrr á árinu var skipaður starfshópur með fulltrúum Kópavogsbæjar og Hjálparsveitarinnar með það að markmiði að meta nokkra möguleika á nýju húsnæði fyrir sveitina. Vinnu hópsins miðar vel áfram og hefur samstarfið við Kópavogsbæ verið ánægjulegt. Margir koma inn í nýliða- og ungliða- starf vegna þeirrar hugsjónar að starfa sem sjálfboðaliði í þeim mikilvæga hlekk samfé- lagsins sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er. Aðrir koma vegna þess að þeir hafa áhuga á útivist og ferðamennsku og langar að læra meira um þau málefni. Að lokum myndar þessi sameiginlegi áhugi á því að láta gott af sér leiða og ferðast um landið okkar, sambönd þar sem félagar eignast vini og vinahópa til framtíðar. Það hefur sannarlega verið gaman að fylgjast með félögum HSSK styðja við vini sína í baráttu við erfið verk- efni sem lífið býður upp á og minnir okkur á að samheldni er lykillinn að því að sveitin haldi áfram að vaxa og dafna. Áramótablað Hjálparsveitar skáta í Kópavogi er að vanda glæsilegt rit sem gefur innsýn í öflugt starf og menningu HSSK. Til hamingju ritnefnd HSSK með frábæran afrakstur vinnu ykkar. Kópavogsbúi góður, ég vil þakka fyrir veittan stuðning á árinu sem er að líða og vona að þú njótir þess að fylgjast með starfi sveitarinnar. Gleðilegt nýtt ár! Valgeir Tómasson Formaður HSSK Ágætu Kópavogsbúar A ð venju mun Hjálparsveit skáta í Kópavogi kveðja árið með veglegri flugeldasýningu á gamlárskvöld. Sýn- ingin hefst kl. 21:00. Vegna aðstæðna verður ekki haldin brenna í ár og því höldum við sama fyr- irkomulagi og í fyrra. Sýningunni verður skotið upp miðsvæðis í Kópavogi og geta bæjarbúar notið hennar víðs vegar. Gott útsýni er m.a. frá efra bílastæði Smáralindar og frá Lindum og Sölum en hvetjum við alla til þess að virða samkomutakmarkanir og gildandi sóttvarnarreglur. Hjálparsveit skáta í Kópavogi óskar bæjarbúum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða. Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogi MYND: VILHELM GUNNARSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=