Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 29 bera með sér að það var eitthvað að gerast. Kviknað í sinu? Nei. Svo átta menn sig, það var að opnast ný sprunga ekki langt frá gæslutjaldinu! Síðar kom í ljós að sprungan var aðeins í 800 metra fjarlægð. Upphófst nú það sem nýgræðingnum mér fannst vera stjórnleysi en ég sá fljótt að svo var ekki og fór að fylgjast grannt með því sem var í gangi upp við gosstöðvar. Vett- vangsstjórn bað gæslumenn uppfrá að fara í að vísa fólki frá hættusvæði sem skilgreint var í snarhasti enda sást í vefmyndavélum að fólk sótti í að skoða nýja reykinn. Og þá fór nýgræðingurinn ég að hugsa og ákvað að tjá mig. Spurði yfir hópinn inni í vettvangsstjórnarbílnum sem innihélt lög- reglu og björgunarsveitarmenn „hérna þið… eigum við ekkert að biðja gæslufólk niðri að loka gönguleiðum upp á svæðið til að það sé ekki að bætast við fólksfjöldann?“. Allir þögnuðu og horfðu á mig, ég horfði á móti. Lögregluvarðstjórinn var fyrstur að átta sig og svaraði eftir örstutta umhugsun „jú auðvitað þarf að gera það! Kallaðu það út á rásinni“. Ég snéri mér að talstöðinni og greip hljóðnemann og kallaði út um það bil þetta: „Tilkynning til allra hópa frá vettvangsstjórn. Það var að opnast ný gossprunga og það er verið að rýma goss- töðvar. Vinsamlegast vísið öllu göngufólki frá svæðinu! Gosstöðvum hefur verið lokað, vísið öllu fólki frá!“. Lagði rólega frá mér hljóðnemann og hugsaði „vá, hvað er ég að upplifa hérna?!“. Allir viðbragðsaðilar lögðust á eitt við að loka fyrir uppgöngu, vísa fólki frá og ýta því rólega í burt frá hættunni. Það var reyndar svolítið eins og að smala köttum að ná beina öllum upp við gosstöðvar frá svæðinu, fólk var forvitið og vildi sjá þetta í návígi. Sér- fræðingar Veðurstofunnar voru fljótt komnir í samband við vettvangsstjórn og voru sam- mála því að rýma svæðið enda ekkert vitað hvernig þessi nýja sprunga myndi haga sér. Það er óhætt að segja að mín fyrsta vakt í vettvangsstjórn hafi verið sannkölluð eldskírn. Vala Dröfn Hauksdóttir gosstöðvum 5. apríl Gossprungan opnaðist 800 metra frá tjaldi Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og voru þeir í kapphlaupi við tímann að ná því niður áður en hraun færi að flæða. MYND: OTTI RAFN SIGMARSSON

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=