Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
28 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 É g ákvað að henda mér út í djúpu laugina og taka eina vakt í vettvangs- stjórn. Prófa eitthvað nýtt. Var mætt til Grindavíkur klukkan 8 að morgni ásamt öðrum sem voru að mæta á dagvakt í vettvangsstjórn. Í upphafi var haldinn klukkustundar fundur með næturvaktinni til að yfirfæra verkefni. Því næst var haldinn stöðufundur með lögreglu og að lokum var hópaskipulag dagvaktar ákveðið. Núna, um þrem vikum eftir gosbyrjun, voru hópar að koma í tilgreind verkefni við umferðar- stjórn, sjúkragæslu við gosstöðvar, gæslu á gönguleiðum og fleira. Nokkrar talstöðv- arásir voru í notkun til að létta álagið. Ég var sett í hlustun og samskipti við hópa í gæslu á gönguleiðum og á bílastæðum. Allt gekk vel, veður var gott og það stefndi í fjölmennan dag á svæðinu. RÚV var búið að koma vefmyndavélum fyrir þannig að vettvangsstjórn hafði góða yfirsýn yfir svæðið. Um hádegið heyrðust í talstöðinni samskipti gæslumanna upp á gossvæði. „Gæslutjald, er að kvikna í hjá ykkur? Það er að koma svo mikill reykur frá ykkur“. Fólk í gæslutjaldi svaraði því til að þar væri allt í rólegheitunum og enginn eldur væri þar. En menn fóru að horfa betur í kringum sig á gæslusvæðinu og við í vettvangsstjórn fórum að rýna í vefmyndavélarnar. Það var ekki um að villast, það var farið að rjúka vel úr jörðu rétt við gæslutjald. Vettvangsstjórn bað fólk á staðnum að kanna þetta betur. Ekki leið á löngu þar til samskipti fólks fóru að vera hraðari og Sjónarhorn vettvangsstjórans Þann 5. apríl 2021 opnaðist sprunga númer tvö á gossvæðinu við Fagradalsfjall. Þann dag átti HSSK fólk á vakt á ýmsum póstum og hér má sjá frásagnir nokkurra þeirra af því hvernig þau upplifðu þennan atburð. Ný sprunga opnast á
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=