Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

26 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Hér má sjá þróun mála í Nátthaga á fimmmánaða tímabili. Allar myndir eru teknar frá sama sjónarhóli. Á þeirri fyrstu er hraunið nýbyrjað að renna niður í dalinn. Ámynd tvö er hraunið búið að ná í miðjan dalinn og á þeirri síðustu er dalurinn orðinn hálffullur af hrauni. MYNDIR: KNÚTUR KJARTANSSON voru lögreglumenn við gæslustörf upp við gosstöðvar til að aðstoða björgunarsveitir og taka „erfiðu gestina“. Okkur gekk stundum illa að manna vaktir enda voru þær 8 til 12 klukkustunda langar og erfitt að sinna þeim samhliða vinnu. Vaktir voru settar upp fyrir mismunandi verkefni þannig að við gátum t.d. tekið vaktir við um- ferðarstjórnun, í sjúkragæslu upp við gos eða jafnvel gæslu á gönguleið svo dæmi séu tekin. Fjölmörg verkefni komu upp Það þurfti ekki að kvarta undan einhliða verkefnum á gosvöktum jafnvel eftir að umferðarstjórnunin datt út. Það þurfti áfram að leiðbeina og upplýsa göngufólk um aðstæður, svara spurningum, reyna að fá illa búið fólk til að snúa við og taka svo við því hröktu þegar það viðurkenndi vanmátt sinn. Aðstoða þurfti við sjúkraflutninga og leita að týndum aðilum. Minna bar á örmögnun eftir að hraun fór að breiða meira úr sér og fólk komst ekki eins nálægt gígnum. Gasmælingar voru stór partur í gæslu á gossvæðinu. Við fræddumst um gastegundir og mæligildi þeirra. Allir sem sinntu gæslu þar voru með gasmæla og gasgrímur við höndina. Sveitin keypti 20 heilgrímur og tvo gasmæla. Oft fóru mælar björgunarsveitarmanna af stað og grímur á andlit þeirra í kjölfarið. Þá þurfti að vísa fólki af hættusvæði vegna gasmengun- ar en því miður gekk það ekki alltaf vel. „Maður vissi aldrei hverju maður átti von á þegar maður mætti á vakt og aðstæður voru síbreytilegar. Í upphafi var hægt að keyra gamlan grófan jeppaslóða langleiðina að gosstöðvum til að koma björgunarsveitarfólki á vettvang og flytja niður slasaða. Útbúin var aðstaða þar til að sinna slösuðum. Nokkru seinna var runnið hraun yfir veginn og staðinn með sjúkratjaldinu. Nýjar leiðir voru farnar í kjölfarið og nýjir göngustígar urðu einnig undir hrauni og þurfti því að fylgjast vel með til að viðhalda þekkingu á svæðinu.“ Arnar Ólafsson Síðustu mánuðina var búið að bæta mjög úr göngustígum og aðgengi að gossvæðinu og í kjölfarið fækkaði slysum mikið. Eftir að fólk komst ekki eins nálægt gígnum fækkaði tilfellum örmögnunar og leiða menn að því líkur að þar megi um kenna minni gasmeng- un sem fólk varð fyrir. Vinskapur og samheldni Óhætt er að segja að þessar gosvaktir hafi hrist okkur vel saman og styrkt vinaböndin og samheldni hópsins. Einnig kynntumst við vel félögum okkar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og myndaðist góður vinskapur á milli sveitanna. Þorbjarnarmenn voru ætíð á bakvakt þegar skipulagðar næturvaktir voru lagðar af og fóru (og fara enn) reglulega í útköll á gossvæðið vegna fólks í vanda. Eina helgi í maí tók HSSK að sér sólarhringsvakt í Grinda- vík svo Þorbirningar gætu skroppið af bæ og farið í smá slökun fjarri gosi og jarðskjálftum. Á vöktunum unnum við mikið með björg- unarsveitarfólki víða af landinu sem og lögreglu og tókust góð kynni með fjölmörgum aðilum, Hópar á vakt 27. apríl, fólk frá HSSK, Þorbirni Grindavík og Sveinunga á Borgarfirði eystri. MYND: VALA DRÖFN HAUKSDÓTTIR Gasgrímur og gasmælar voru staðalbúnaður á öllu björgunarsveitarfólki við gosstöðvarnar. MYND: VILHELM GUNNARSSON

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=