Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

24 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 „Þetta er ekkert annað en sturlun!“ var það fyrsta sem kom upp í kolli mínum þegar ég mætti á fyrstu gosvaktina mína. Við okkur blasti endalaus bílaröð í gegn- um Grindavík. Við vorum raunar ansi heppin að komast yfir höfuð inn í bæinn því stuttu síðar var komin biðröð út á Grindavíkurveg og allt orðið stopp.“ Vala Dröfn Hauksdóttir Fyrsta stóra útkallið vegna gosgesta kom að kvöldi sunnudagsins 21. mars. Þá var búið að leggja bílum bókstaflega út um allar trissur í kringum Grindavík og ljóst að fjölmargir illa búnir einstaklingar voru á ferðinni í myrkrinu í versnandi veðri. Fólk sem var að komast í bíla sína sagði frá illa búnu fólki með engin ljós sem það var að mæta, jafnvel með ung börn með sér. Það er óhætt að segja að eldgosið í Fagradalsfjalli hafi sett mark sitt á starf Hjálpar- sveitar skáta í Kópavogi árið 2021. Það hófst að kvöldi 19. mars og fyrsti hópur frá okkur var mættur í umferðar- stjórnun þann 20. mars. Eldgos í bakgarðinum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=