Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
22 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 V ið vorum sjö félagarnir í tækjaflokk sem fórum í æfingaferð á Langjökul í lok nóvember á tveimur jeppum og snjóbíl sveitarinnar. Með í för voru einnig fjórir félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem voru á tveimur bílum. Farið var af stað á föstudagskvöldi og keyrt upp jökulinn við Skálpanes og gist í tjöldum á jöklinum. Fyrsti viðkomustaður var nýuppgvötaður íshellir í suðausturhluta jökulsins. Farnar eru reglulega ferðir þangað með ferðamenn á vélsleðum og fjallarútum. Við höfum farið í nokkur útköll vegna ferðamanna í vanda í vélsleðaferðum á þess- um slóðum og því gott að þekkja svæðið og áfangastaði. Lítið skyggni var alla helgina, sem kom sér ágætlega þar sem útköll verða oft í litlu skyggni og gott að æfa keyrslu eftir GPS tæki. Eftir stopp í íshellinum var ekið að Þursaborgum og niður norðan megin. Þegar komið var niður af jökli var ekið veginn í átt að Hveravöllum en síðan tekin stefna að Þjófadölum og gist þar í skála Ferðafélags Íslands. Morguninn eftir var ekið út úr dalnum, farið yfir Fúlukvísl, meðfram Fögruhlíð, upp Leiðarjökul að toppi jökulsins og aftur niður í Skálpanes. Þegar við komum niður af jökli mættum við félögum úr Björgunarsveitinni Ársæli, sem voru einnig í æfingaferð og að prófa snjóbílinn Ísak eftir mikla upptekt á drifbúnaði. Góð helgi á fjöllum. Arnar Ólafsson Æfingaferð á Langjökul Á Langjökli á Kóp 4 og Kóp 3 ásamt tveim bílum frá Ársæli. MYNDIR: ARNAR ÓLAFSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=