Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

20 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 F yrir á sveitin tvo aðra mikið breytta bíla. Það eru Kópur 3 sem er Toyota Land Cruiser 80, 1995 árgerð á 44” dekkj- um og Kópur 4 sem er, Toyota Hilux, 2015 árgerð einnig 44” breyttur. Bílar sem þessir nýtast í útköllum þar sem færð er slæm. Í nærumhverfi nýtast þeir t.d. þegar heiðar lokast og má sem dæmi nefna að sveitin hefur farið í ófá útköllin á Hellis- og Mosfellsheiði. Í gosinu í Geldingardölum komu þeir einnig að góðum notum þar sem grófir fjallaslóðar, sem eru ófærir fyrir óbreytta bíla, liggja að gosstöðvunum. Þar var m.a. hægt að nýta bíla sveitarinnar til að flytja slasaða niður til byggða. Á hálendi og jöklum eru bílarnir á heima- slóðum og fóru t.d. báðir eldri bílarnir í útkall við Langjökul í fyrra, þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð. Nýi bíllinn er af gerðinni Ford F-150. Þeir þykja henta einna best til breytinga af þeim bílum sem eru í boði í dag. Yfirbygging bílsins er úr áli og er hann því léttari en aðrir bílar í sama stærðarflokki. Einnig er bíllinn mjög rúmgóður sem þjónar vel mannskapi og búnaði. Upprunalegur drifbúnaður bílsins er nokkuð hraustur og verður notast við hann án mikilla breytinga. Sveitin hefur fest kaup á nýjum bíl sem verður breytt í öflugan fjallajeppa. Nýr bíll Æfingaferð tækjaflokks. MYND: ARNAR ÓLAFSSON Nýi Fordinn vinstra megin, sá eldri (Kópur 5) til hægri. MYND: ARNAR ÓLAFSSON

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=