Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021

ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 19 Persónulegur búnaður félaga HSSK varðveittur í skáp í björgunarmiðstöð BAKPOKI: 35-65 lítrar fyrir búnað og aukafatnað FATNAÐUR: Landsbjargargallinn, göngubuxur, dún- eða primaloft úlpa, ullarfatnaður, ullarnærföt eða sambærilegt, sokkar, húfa, kragi, vettlingar (þunnir og þykkir), hlífðarvettlingar, gönguskór/klifurskór. ÖRYGGISBÚNAÐUR: Höfuðljós, hjálmur, klifurbelti og karabínur, ísexi, jöklabroddar, hálkubroddar, snjóflóðaþrenningin (ýlir, snjóflóðaleitarstöng, snjóflóðaleitarskófla), sjúkrataska fyrir persónulegan búnað s.s. hælsærisplástra, teygjubindi og sólarvörn. RÖTUN: Áttaviti, GPS er kostur. NÆRING: Hitabrúsi, vatnsbrúsi, bolli, orkudrykkir og aðrir drykkir, orkustangir, önnur næring með mikið geymsluþol. er gert skylt að varðveita allt í sínum skáp sem þeir þarfnast í útkallið, þar með talið næringu sem á að duga fyrsta sólarhringinn (engar matvörubúðir á fjöllum). Með því að hafa allan búnað tilbúinn í björgunarmiðstöð styttist verulega viðbragðstími sveitarinnar og félagar geta rokið beint af stað. Það er dýrt að koma sér upp góðum búnaði en félagar bera sjálfir kostnað af persónulegum búnaði. Á afmælum og jólum er algengt að finna eitthvað af þeim búnaði sem nefndur er í boxinu til hliðar á óskalist- um björgunarsveitamanna. Félagar nota gjarnan þriðjudagsvinnukvöldin til að yfirfara búnaðinn og gæta þess að búnaður þeirra standist ávallt kröfur um útkallshæfni. Íris Marelsdóttir Vala Dröfn Hauksdóttir Undanfarar æfa börubindingar. MYND: SIGURÐUR Ó. SIGURÐSSON Félagi í tækjaflokk í viðhaldsvinnu. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR Bátaflokkur yfirfer utanborðsmótor á Sædísi. MYND: SIGURÐUR Ó. SIGURÐSSON KIlfuræfing. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=