Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
18 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 Ávallt þegar nýir félagar ganga til liðs við HSSK eru þeir upplýstir um skyldumætingu á vinnukvöld þriðjudaganna. Auðvitar hlýða nýliðar sínum nýliðaþjálfurum og fjölmenna á vinnukvöldin. Í áratugi var það skylda nýliða að þrífa sameiginleg svæði og þannig kynntust þeir starfi sveitarinnar og félögum sem mættu á vinnukvöld. Hver flokkur sér svo um þrif á sínu svæði. Þessi vinnukvöld eiga sér sögu nánast til upphafsdaga sveitar- innar eða þegar sveitin eignaðist sinn fyrsta bíl. Það þurfti jú að dytta að honum og gera áætlanir um næstu skref í þróun sveitarinnar. Á vinnukvöldum er viðhaldi tækja og búnaðar sinnt til að tryggja að sveitin sé ávallt klár í útkall. Bílar og önnur farartæki fá sitt viðhald, flokkar yfirfara sinn búnað og skoða hvort eitthvað vanti. Það er mikilvægt að hafa alla hluti í lagi og á sínum stað þegar kemur til útkalls, við vitum aldrei hvaða búnað þarf að grípa með þegar að næsta útkalli kemur. Langmikilvægastur er þó félagslegi hluti vinnukvöldanna, þarna hittast félagar utan útkalla og ferða og geta spjallað, lært af hverj- um öðrum, aðstoðað og skemmt sér í góðra vina hópi. Félagar sveitarinnar nota einnig vinnu- kvöldin til að fara yfir sinn einstaklingsbún- að og ræða málin yfir kaffibolla í setustofu eða eldhúsi. Fjölbreyttur búnaður Sameiginlegur búnaður er vistaður á svæðum flokka og má þar nefna vélsleðagalla, galla bátaflokks, klifurbúnað, línur, rústabjörgunar- búnað, teppi, sjúkrabörur og sjúkrabúnað. Bækistöðvarhópur, sem ber ábyrgð á boðun og samhæfingu útkalls, sér um fjarskiptatækin, það er TETRA og VHF og eru þau skráð á félaga þegar þau fara úr húsi. TETRA stöðvar eru með ferilvöktun sem auðveldar bækistöðvarhópi að finna stöðvar sem einhverra hluta vegna skila sér ekki beint í hús að útkalli loknu. Allir félagar sem eru skráðir VIRKIR Í ÚTKALL hafa möguleika á að fá úthlutaðan skáp í björgunarmiðstöð fyrir persónulegan búnað, sjá grænt box hér til hliðar. Félögum Löng hefð fyrir þriðjudagsvinnu- kvöldum í HSSK Guðrún Georgsdóttir yfirfer skápinn sinn fyrir veturinn. MYND: SIGURÐUR Ó. SIGURÐSSON Klifuræfing. MYND: SIGURBJÖRG METTA SIGURJÓNSDÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=