Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
14 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 S nemma árs 2021 kom upp sú hugmynd að fara austur á Borgarfjörð eystri og aðstoða björgunarsveitina Sveinunga við framkvæmd Dyrfjallahlaupsins. Að- dragandi þess var sá að Bergvin, formaður björgunarsveitarinnar Sveinunga, sem er á Borgarfirði eystri, hafði aðeins verið að kíkja á okkur í Björgunarmiðstöð HSSK og kom oft með okkur á gosvaktir. Eftir að stjórn HSSK hafði tekið vel undir þá hugmynd að HSSK myndi leggja til mannskap og farartæki, var farið í að huga að því hvort einhverjir félagar væru til í að taka þátt í slíku ævintýri. Úr varð að fyrir hádegi þann 8. júlí var haldið af stað austur á þremur bílum og með eitt sexhjól. Alls tóku sextán félagar þátt í þessu verkefni, þar af voru nokkrir sem að komu austur á eigin farartækjum. Ferðin austur gekk vel fyrir sig þó svo að þetta sé nokkuð löng keyrsla. Örstutt stopp voru gerð á Hvolsvelli og Vík og síðan fór megnið af hópnum í sund á Höfn. Komið var á Borgarfjörð eftir kvöldmat þar sem Bergvin tók á móti hópnum í húsnæði Sveinunga. Tjaldað var á flötinni við hliðina á og síðan grillaði hópurinn saman áður en haldið var til náða. Á föstudagsmorgninum fórum við í morgunmat á hótel Álfheimum. Við höfðum fengið ágætis tilboð í morgunmat alla morgnana og máttum þar að auki nesta okkur upp fyrir daginn. En Sveinungamenn bættu um betur og tilkynntu okkur að þeir ætluðu að borga morgunmatinn fyrir okkur. Þegar við vorum búin að næra okkur skipt- um við hópnum upp og aðstoðuðum heima- menn við að merkja hlaupaleiðir, athuga með endurvarpa ofl. Þarna gafst okkur tækifæri til að skoða hluta af hlaupaleiðinni og njóta góða veðursins í stórbrotnu um- hverfinu. Um kvöldið kíkti hluti af hópnum á stórskemmtilega tónleika í félagsheimilinu. Eftir morgunmat á laugardeginum mættum við í húsnæði Sveinunga þar sem okkur var raðað í hópa með heimamönn- um. Hóparnir voru á nokkrum póstum á hlaupaleiðinni til að sinna eftirliti, talningu og öðru sem upp kynni að koma. Hlaupið sjálft gekk mjög vel fyrir sig og var sem betur fer mjög lítið um óhöpp. Okkar fólk stóð sig að sjálfsögðu með prýði og naut veður- blíðunnar í góðum félagsskap heimamanna. Okkur var síðan boðið í kvöldverðarhlað- borð um kvöldið. Sunnudagurinn var tekinn snemma, enda langur akstur framundan. Formaður Sveinunga mætti til að fylgja okkur úr hlaði og einnig kom hlaupastjóri til að kveðja okkur. Hans síðustu orð voru: „Við sjáumst síðan næsta sumar, hlaupið verður 10. júlí 2022”. Kópur 5, með sexhjólið á pallinum lagði af stað um tíuleytið og fór suðurleiðina en Kópar 1 og 7 fóru af stað um hálftíma síðar og fóru norðurleiðina. Ferð K5 var tíðindalaus en K1 og K7 lentu í smá verkefni á sinni för. Í Langadal, skammt norðan við Blönduós, var komið að bíl, með tengivagn, í vegakantinum. Það hafði hvellsprungið á tengivagninum og litlu munaði að illa hefði farið. Bílstjórinn hafði náð að halda bílnum á hjólunum en lenti það langt utanvegar að vinstri hjólin rétt náðu upp á vegabrúnina. Við stilltum björgunarsveitarbílunum upp fyrir framan og aftan vettvang og lokuðum þannig annarri akreininni á þjóðvegi 1 enda var mikil umferð á svæðinu. Þannig hleyptum við umferð til skiptis til norðurs og suðurs. Þarna vorum við um nokkurn tíma þangað til að lögreglan mætti á svæðið og dráttarbíll kom til að aðstoða við að koma bílnum aftur upp á veginn. Það var því þreyttur en mjög ánægður hópur sem kom aftur í Kópavoginn á sunnu- dagskvöldi. Löng helgi og langur akstur að baki en stórkostlegur tími í frábærum félagsskap. Aðalsteinn Baldursson „Skottúr“ á Borgarfjörð eystri MYND: HJÁLMAR BALDURSSON
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=