Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
12 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 um nýjan hóp af unglingum í staðinn. Við höfum nýtt tímann í hópefli til að kynnast þessum hressa hóp betur, farið í bátsferð með bátaflokk, klifur ásamt fræðslu um fjarskipti, leitartækni o.fl. Helgina 1.-3. október var skipulögð haustferð hjá okkur og vildi svo skemmtilega til að hún féll á sömu helgi og Landsæfing björgunarsveita Landsbjargar var haldin. Þar kemur björgunarsveitarfólk af öllu landinu saman og æfir fjölbreytt verkefni bæði á landi og á sjó. Unglingarnir fengu tækifæri til að taka þátt í landsæfingunni sem leikarar og stóðu sig eins og hetjur. Þau gistu eina nótt í húsi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar þar sem dagskráin byrjaði kl. 6 á laugardagsmorgni. Æfingunni lauk á stórri hópslysaæfingu og við erum nokkuð viss um að í hópnum leynast næstu Edduverðlaunahafar landsins. Eftir æfinguna var ferðinni heitið í Þrist í Þverárdal undir Móskarðshnjúkum þar sem við kláruð- um helgina saman. Úr varð ævintýraferð fyrir krakkana þar sem töluvert hvassviðri tók á móti okkur í Þverárdalnum og rafmagnslaus skáli. Það létu þátttakendur þó ekki á sig fá heldur kveiktu á kertum, grilluðu sykurpúða og spiluðu fram eftir kvöldi. Þar sem unglingadeildirnar stóðu sig svo vel á landsæfingunni bauðst þeim einnig að leika á æfingum helgina 22.-24. október. Á laugardeginum var viðamikil flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli þar sem um 500 manns tóku þátt í, þar af um 150 leikarar. Við ákváð- um að gista saman í Björgunarmiðstöðinni í Kópavogi ásamt tveimur öðrum unglinga- deildum aðfaranótt laugardags þar sem svona æfingar byrja gjarnan snemma morguns. Dagurinn hófst á slysaförðun og hlutverka- skiptum í Háaleitisskóla, því næst hélt hópurinn á Reykjanesið þar sem var búið að setja upp aðstæður eins og um flugslys væri að ræða. Að lokinni langri en skemmtilegri æfingu gáfu Isavia öllum unglingunum miða í bíó hjá Sambíóum í glaðning. Á sunnudeg- inum var svo leitaræfing hjá nýliðum í HSSK. Þá léku krakkarnir týnda einstaklinga í Elliða- árdalnum og gátu séð hvernig svona æfingar í nýliðastarfinu fara fram og undirbúið sig fyrir það þegar kemur að þeim. Eins og þjóð þekkir heldur Covid áfram að stríða okkur og hafa áhrif á dagskrá. Samkvæmt venju átti að halda miðnæturmót unglingadeilda Landsbjargar í Vatnaskógi 12.- 13. nóvember. Í kringum þann tíma fóru þó smittölur í samfélaginu að hækka og ákveðið var að hætta við mótið. Krakkarnir hjá okkur voru þó orðin mjög spennt fyrir ferðalagi og ákváðum við því að skella í helgarferð fyrir hópinn. Úr varð að helgina 12.- 14. nóvember fóru fjórtán unglingar ásamt fjórum um- sjónarmönnum í óvissuferð þar sem gist var í Nónsteini í Árnesi. Laugardagurinn fór í að skoða Háafoss, Stöng, Hjálparfoss, Þjóð- veldisbæinn og Gjána í sól og frosti. Þegar kvölda tók fór veðrið versnandi en lukkulega vorum við með góða aðstöðu í Árnesi þar sem krakkarnir gátu farið í sund og/eða haft huggulegt í húsinu. Um kvöldið var síðan stíf hópeflis- og leikjadagskrá sem endaði á góðri kvöldvöku. Að öllu leyti yndisleg ferð með flottum hóp af unglingum. Við umsjónarmennirnir erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímum með unglinga- deildinni og vonumst til að geta haldið úti þeirri dagskrá sem við höfum lagt upp með fyrir þau. Við bjóðum alltaf áhugasama velkomna á fundi hjá okkur í Björgunarsveit- armiðstöðinni á miðvikudögum kl. 20 og/eða hafa samband við okkur á ugla@hssk.is . Umsjónarmenn unglingadeildarinnar Uglu Anton Vilhelm Guðbjartsson, Björn Bjarnar- son, Katrín Lilja Pétursdóttir, Sigríður Elísabet Árnadóttir og Þór Hinriksson.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=