Áramótablað Hjálparsveita Skáta í Kópavogi 2021
10 ÁRAMÓTABLAÐ HSSK 2021 U nglingadeildin Ugla hefur verið hluti af starfi Hjálparsveit skáta í Kópavogi með hléum frá árinu 2010. Markmið deildarinnar er að veita unglingum á aldrin- um 15-17 ára innsýn í starf björgunarsveita og grunnþekkingu áður en þau geta hafið nýliðastarf á vegum sveitarinnar. Starfið er hluti af æskulýðsstarfi í Kópavogi og er því markmið okkar einnig að virkja ungmenni og stuðla að heilbrigðu líferni. Það er erfitt að trúa því að liðið sé ár síðan við skrifuðum um starfið hjá unglinga- deildinni starfsárið 2019-2020. Þegar við umsjónarmennirnir settumst niður að skrifa þann pistil lá starfið niðri vegna gildandi sóttvarnarreglna í samfélaginu og mikil óvissa ríkti hvenær hægt væri að hefja starf með unglingunum aftur. Í janúar liðkaðist þó loks til í samfélaginu og fyrir tilskipan góðra persónubundinna sóttvarna gátum við hafið störf aftur. Fyrstu fundir ársins einkenndust af úti- veru þar sem hægt var að tryggja góð loftgæði og bil milli unglinganna. Við einblíndum á æfingar sem hægt væri að gera m.t.t sótt- varnarreglna og nýttum tímann í að fara yfir leitartækni, fjarskipti, klifur og fleira. Í febr- úar vorum við m.a. með útkallsæfingu í sam- vinnu við bækistöð. Æfingin snerist um að finna týndan einstakling í Guðmundarlundi en unglingarnir þurftu sjálfir að skipuleggja leitina og vinna að henni eins og um útkall væri að ræða. Við þökkum bækistöð kærlega fyrir aðstoðina og að gera æfinguna raunveru- legri fyrir krakkana. Stefnt var að því að fara á Landsmót unglingadeilda í júní sl. sem halda átti á Höfn í Hornafirði. Þegar lá fyrir að viðburðurinn yrði of stór, vegna samkomutakmarkana, var ákveðið að minnka mótið í sniðum og halda landshlutamót. Úr varð að helgina 10.-13. júní hittust unglingadeildir af svæði 1, 2 og 4 á Þórisstöðum í Hvalfjarðarsveit. Gist var í tjöldum, grillaður dýrindis matur og haldnir litlir björgunarleikar þar sem krakkarnir kepptu í ýmsum þrautum eins og böruburði, hnútavinnu og hjartahnoði. Mikil endurnýjun varð í starfinu í septem- ber. Þá var stór hluti krakkanna sem höfðu verið í unglingadeildinni kominn á aldur til að hefja nýliðaþjálfun og við feng- Unglingadeildin Ugla MYNDIR: SIGRÍÐUR ELÍSABET ÁRNADÓTTIR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=