Bændaferðir 2022

Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s Gardavatn & Feneyjar Verð: 277.800 kr. á mann í tvíbýl i 10. - 20. september | Haust 1 Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda meðal allra fegurstu staða Ítalíu. Við dveljum í yndislega bænum Riva del Garda, njótum þess að sigla á hinu sægræna Gardavatni, heimsækjum Feneyjar og elstu borg Norður-Ítalíu, Veróna. Ferðina endum við í Seefeld í Tíról, þar sem við njótum náttúrunnar milli hárra og tignarlegra fjalla. Suður-Frakkland & Spánn Verð: 279.900 kr. á mann í tvíbýl i 11. - 22. september | Haust 2 Fararstjóri: Arinbjörn Vilhjálmsson Dásamleg síðsumarsferð um Provence héraðið í Suður-Frakklandi, Katalóníu á Spáni og frönsku Alpana. Rómverskar minjar, vínræktarhéruð og akrar lofnarblóma bera við augu milli borga eins og Orange og Arles. Dvalið verður lengst af í Tossa de Mar við Costa Brava ströndina, heillandi staðir eins og Barcelona og Figueres skoðaðir og farið í yndislega siglingu til Lloret de Mar. Toppum ferðina í borginni Annecy við samnefnt vatn. Lago Maggiore & Chamonix Verð: 259.900 kr. á mann í tvíbýl i 14. - 21. september | Haust 3 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Það er ævintýri líkast að ferðast um Alpafjöll Ítalíu, Frakklands og Sviss og ekki er síðra að dvelja við vatnið Lago Maggiore sem er umvafið fjallafegurð. Við hefjum ferðina í ljúfa bænum Stresa en þaðan siglum við m.a. til Isola Bella, kíkjum á heimsborgina Mílanó og förum í skemmtilega siglingu á Comovatni. Þessa glæsilegu ferð endum við með því að gista í bænum Chamonix sem stendur við rætur hæsta fjalls Vestur-Evrópu, Mont Blanc. Alparósir í Austurríki Verð: 209.900 kr. á mann í tvíbýl i 16. - 23. september | Haust 4 Fararstjóri: Gísli Einarsson Í þessari ferð höldum við til Salzburgerlands í Austurríki þar sem fegurð fјallanna umlykur okkur. Fjallaþorpið Filzmoos verður okkar dvalarstaður í ferðinni og við förum í hrífandi dagsferðir, m.a. upp á Dachstein jökulinn, til tónlistarborgarinnar Salzburg og til Hallstatt við Hallstättersee þar sem náttúrufegurðin er ólýsanleg. Í Filzmoos er mikil hátíð, kúasmölun, bændamarkaður, Tírólatónlist, öl, matur, dans og söngur og auðvitað tökum við þátt. Bled vatn & Portorož Verð: 259.900 kr. á mann í tvíbýl i 17. - 27. september | Haust 5 Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir Náttúran í kringum Bled vatn er með sanni hrífandi fögur og lætur engan ósnortinn. Portorož eða Rósahöfnin verður aðaláfangastaður ferðarinnar og við siglum m.a. til Izola og Piran sem eru tvær af perlum Slóveníu og sækjum króatísku borgina Rovinj heim. Eftir góða daga verður ekið inn í Austurríki til töfrandi bæjarins St. Johann í Pongau og þaðan farið í dagsferðir, m.a. til tónlistarborgarinnar Salzburg. Gullna eyjan Malta Verð: 349.900 kr. á mann í tvíbýl i 24. september - 2. október | Haust 6 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Ævintýraleg ferð til litlu, fallegu eyjunnar Möltu, syðst í Miðjarðarhafinu. Í ferðinni kynnumst við sögu og menningu eyjarskeggja. Við gistum í bænum St. Paul´s Bay en förum í töfrandi ferðir, m.a. til höfuðborgarinnar Valletta semMölturiddarar stofnuðu árið 1566. Við förum að hvítu klettaströndinni Dingli, heimsækjum heillandi sjávarþorpið Marsaxlokk og förum í siglingu til Gozo, systureyjar Möltu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=