Bændaferðir 2022

Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s Fljótasigling á Dóná Verð: 358.800 kr. á mann í tvíbýl i 22. - 29. ágúst | Sumar 13 Fararstjóri: Pavel Manásek Á siglingu um Dóná líðum við áfram um fjölbreytilegt landslag þar sem fallegar, gamlar borgir, glæsilegir kastalar og lítil þorp skapa myndir sem minna á málverk. Við byrjum á því að kasta akkeri í tónlistarborginni Vín, siglum áfram til Búdapest í Ungverjalandi þar sem sjá má óteljandi brýr og tígulegar barokkbyggingar og förum um hið rómantíska láglendi Puszta sléttunnar. Áfram er siglt til Bratislava í Slóvakíu og að lokum stigið á land í Linz í Austurríki. 24. - 30. ágúst | Sumar 14 Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Strandperlur Austur-Þýskalands Verð: 214.900 kr. á mann í tvíbýl i Strandborgin Stralsund í Þýskalandi er falleg miðaldaborg og þaðan heimsækjum við áhugaverða staði sem eiga sér mikla sögu. Við förum til eyjanna Rügen og Usedom sem voru hluti af Þýska alþýðulýðveldinu. Usedom eyja er að hluta í Póllandi og því fáum við innsýn í sögu og stöðu Póllands. Seinni hluta ferðarinnar er dvalið í heimsborginni Hamborg þar sem m.a. má finna listasöfn og fílharmóníusveit á heimsmælikvarða en á leiðinni þangað verður komið við í marsipanborginni Lübeck. Tossa de Mar & Annecy Verð: 269.900 kr. á mann í tvíbýl i 25. ágúst - 4. septemberr | Sumar 15 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Dásamleg náttúrufegurð og hið ljúfa líf er það sem einkennir þessa ferð. Við dveljum lengst af í yndislega bænum Tossa de Mar við Costa Brava ströndina á Spáni sem býr yfir merkum minjum. Héðan förum við í skoðunarferðir, m.a. til heimsborgarinnar Barcelona, upplifum ólýsanlega fjallafegurð við Montserrat klaustrið og siglum með Costa Brava ströndinni til Lloret de Mar. Við endum þessa ljúfu ferð í bænum Annecy, perlu Alpanna. Mósel & Rín Verð: 239.900 kr. á mann í tvíbýl i 6. - 13. september | Sumar 17 Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Töfrandi ferð um Móseldalinn þar sem rómantík og náttúrufegurð láta engan ósnortinn. Við dveljum í Tríer, elstu borg Þýskalands, og förum þaðan í heillandi ferðir, m.a. til bæjanna Bernkastel-Kues og Rüdesheim og til glæsilegu borgarinnar Koblenz þar sem við förum í skemmtilega siglingu á Mósel. Við trompum þessa frábæru ferð í stórhertogadæminu Lúxemborg. Seiðandi Sardinía Verð: 299.900 kr. á mann í tvíbýl i 4. - 14. september | Sumar 16 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Glæsileg eyjaferð til Sardiníu þar sem við ferðumst um stórbrotna náttúru og gullinn sandur, sægrænt haf og gróðurilmur rammar inn ótrúlega upplifun. Siglt verður yfir á frönsku eyjuna Korsíku til Ajaccio og þaðan ekið til Bonifacio þar sem útsýnið er ólýsanlega fallegt. Blær miðalda umvefur okkur í spænsku borginni Alghero, við skoðum konunglegar minjar frá bronsöld í Santa Antine og njótum hinnar stórkostlegu Costa Smeralda strandar. Alpafegurð Ítalíu Verð: 288.800 kr. á mann í tvíbýl i 8. - 17. september | Sumar 18 Fararstjóri: Inga S. Ragnarsdóttir Nú höldum við á vit ævintýranna í Suður-Tíról á Ítalíu og upplifum náttúrufegurð Dólómítafjallanna. Dvalarstaður okkar er bærinn St. Ulrich í dalnum Val Gardena sem rómaður er fyrir fegurð. Glæsta borgin Merano verður sótt heim, við skoðum hina fallegu borg Brixen og förum með kláfi upp á Pordoi fjallið en þar er mikilfenglegt útsýni yfir ítölsku, austurrísku og svissnesku Alpana. Þessir sæludagar enda í elstu borg Þýskalands, Kempten í Allgäu héraði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=