Bændaferðir 2022
Wales – í landi rauða drekans Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýl i 24. - 30. júní | Sumar 7 Fararstjóri: Árni Snæbjörnsson Stórfenglegt landslag og keltnesk menning eru aðaleinkenni áfangastaðar okkar, Wales. Ferðast verður um Norður-Wales, áhugaverðir staðir skoðaðir og komið í fallega bæi og borgir, svo sem fornu borgina Chester, fagra strandbæinn Llandudno og til Conwy þar sem við lítum á minnsta hús Bretlands. Einnig verður farið um Snowdonia þjóðgarðinn og til borgar Bítlanna, Liverpool. Ferðinni lýkur í Manchester þar sem gaman er að skoða mannlífið og borgina. Íslendingaslóðir í Vesturheimi Verð: 299.900 kr. á mann í tvíbýl i 28. júlí - 7. ágúst | Sumar 8 Fararstjóri: Ásta Sól Kristjánsdóttir Aðstoðarfararstjóri: Jónas Þór Árlegar Íslendingahátíðir hafa verið haldnar í meira en eina öld, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Við ferðumst til Vesturheims og heimsækjum vesturíslenskar byggðir til að kynnast þessum viðburðum sem og afkomendum vesturfaranna. Við skemmtum okkur m.a. á Íslendingahátíðum í bæjunum Mountain og Gimli, heimsækjumWinnipeg og förum í sérstaka skoðunarferð til Nýja-Íslands. San Sebastián & Loire dalurinn Verð: 309.900 kr. á mann í tvíbýl i 4. - 13. ágúst | Sumar 9 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Sérlega ævintýraleg og ljúf ferð um Loire dalinn í Frakklandi og Baskahéruðin á Norður-Spáni sem einkennist af glæstum borgum, sjávarbæjum og dásamlegri náttúru. Heimsækjum fallega bæinn Blois en hann er oft nefndur blómagarður Frakklands og er þekktastur fyrir stórkostlegar hallir. Seinni hluta ferðar dveljum við í bænum San Sebastián við Biscay flóann. Við komum til líflegu borgarinnar Bilbao, skoðum hið fræga Guggenheimsafn og njótum lífsins í strandbænum Biarritz. Frændþjóðin Færeyjar Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýl i 22. - 26. ágúst | Sumar 12 Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Í þessari frábæru ferð um nágrannaland okkar Færeyjar munum við fá góða yfirsýn yfir eyjarnar. Við skoðum litla bæi, fallegar hafnir og njótum einstaks landslags eyjanna. Farið verður til Saksunar, Tjörnuvíkur og Klakksvíkur á Borðey sem var einkar afskekkt áður en Norðureyjagöngin komu til sögunnar. Síðast en ekki síst förum við til Kirkjubæjar, helsta sögustaðar eyjanna, og á Tinganesi kynnum við okkur 1100 ára gamlan þingstað Færeyinga. Fljótasigling á Douro Verð: 529.900 kr. á mann í tvíbýl i 13. - 25. ágúst | Sumar 10 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Stórglæsileg fljótasigling um sólglóandi Douro dalinn í Portúgal og að landamærum Spánar þar sem landslagið er fjölbreytt og náttúrufegurðin einstök. Við skoðum borgirnar Madríd og Lissabon áður en haldið er af stað frá Porto í siglingu á ánni Duoro. Heimsækjumm.a. borgarperluna Vila Real þar sem við skoðum höllina Mateus, upplifum eldheita flamenkó danssýningu, skoðum borgina Salamanca og siglum um sólskinssvæðið þar sem hið fræga púrtvín er ræktað. Leyndar perlur Austur-Þýskaland Verð: 218.800 kr. á mann í tvíbýl i 15. - 22. ágúst | Sumar 11 Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Á slóðum fyrrum Austur-Þýskalands er sagan okkur svo nálæg en þó mörgum óþekkt. Í ferðinni upplifum við hinar sögulegu perlur Dresden og Leipzig sem eftir fall múrsins hafa loks aftur náð fyrri dýrð. Við heimsækjum þjóðgarðinn Sächsische Schweiz og lítum þar mikilfenglegt landslag sorfinna kletta. Ferðinni lýkur svo í heimsborginni Berlín þar sem menning og listir blómstra sem aldrei fyrr og við skoðum ýmis kennileiti eins og leifar af Berlínarmúrnum og Brandenborgarhliðið. Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=