Bændaferðir 2022

Bókaðu draumaferðina þína í dag! Bændaferðir bjóða innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn fyrir alla þá sem vilja ferðast áhyggjulaust í góðum félagsskap og kynnast fjölskrúðugri menningu og fallegri náttúru. Í ferðunum okkar er alltaf innifalið flug, skattar, hótelgisting, morgunverður, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Yfirleitt er hálft fæði einnig innifalið. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni baendaferdir.is. Bók aðu f e r ð i na á baenda f e rd i r. i s UM BÆNDAFERÐIR Töfrandi Toskana Verð: 239.900 kr. á mann í tvíbýl i 28. maí - 6. júní | Sumar 3 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Töfrandi blær Toskana héraðsins og yndislegt andrúmsloft ítölsku rivíerunnar leikur við okkur í þessari ferð. Farið verður í ævintýralegar ferðir þar sem við kynnumst menningu og listum landsins, siglum m.a. úti fyrir Cinque Terre ströndinni, kynnumst Flórens, einni glæsilegustu lista- og menningarborg landsins, og stöldrum við í Pisa þar sem við skoðum að sjálfsögðu hinn heimsþekkta skakka turn. Fljótasigling á Rhône & Saône Verð: 469.900 kr. á mann í tvíbýl i 20. - 29. júní | Sumar 6 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Glæsileg fljótasigling um rótgróin héruð Suður-Frakklands eftir ánum Rhône og Saône. Siglingin byrjar í Lyon og á leið okkar kynnumst við hrífandi fögru landslagi, fallegum borgum, köstulum, litríkum þorpum og fræðumst um sögu og menningu svæðisins. Fjölmargt verður einnig skoðað í landi, m.a. litríka borgin Vienne, hið fallega Camargue svæði sem er friðlýst vatnasvæði og forna borgin Avignon. 19. - 26. júní | Sumar 5 Fararstjóri: Gísli Einarsson Í stórbrotinni ferð um vogskornar strendur Noregs heimsækjum við marga af markverðustu stöðum landsins. Við upplifummikilfenglegt landslag, há fjöll með snævi þöktum tindum, fallega fossa og skjólsæla dali. Við förum í siglingu umGeirangursfjörð og ökum eftir hinum hrikalega Tröllastíg niður í fjalladýrð Romsdalsfjarðarins og til Þrándheims þar sem við skoðum m.a. hina merku Niðarósdómkirkju. Í tröllahöndum í Noregi Verð: 269.900 kr. á mann í tvíbýl i 6. - 18. júní | Sumar 4 Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Róm & Amalfíströndin Verð: 414.400 kr. á mann í tvíbýl i Róm, Sorrento, Amalfíströndin og eyjan Caprí eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur í ferðinni. Við skoðum hinn dásamlega Napólíflóa sem er einn fallegasti flói landsins, siglum í Bláa hellinn í Caprí, siglum og ökum með Amalfíströndinni og endum ferðina í bænum Montecatini Terme í Toskana. Ferð: Franska & ítalska rivíeran 2018. Fararstjóri: ÞórhallurVilhjálmsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=